Sjálfstæðisflokkurinn styrkist á landsfundi

Kraftur og samstaða einkenndu 42. landsfund Sjálfstæðisflokksins - flottur fundur sem styrkir flokkinn að svo mörgu leyti. Ungir sjálfstæðismenn komu sterkir til leiks og geta verið stoltir af sínu glæsilega verki. Ungliðarnir eiga að vera samviska flokksins og láta í sér heyra. Flokknum farnast best þegar ungir eru öflugir og sýna kraft hugsjóna.

Forystan stendur sterk að fundi loknum - hefur sterkt og gott umboð. Bjarni Benediktsson hefur fengið mörg mótframboð í gegnum sex ára formannstíð sína. Nú var samstaðan um verk hans mikil og kemur ekki á óvart. Hann hefur staðið sig frábærlega sem formaður flokksins í ríkisstjórn, verið ábyrgur og traustur fjármálaráðherra.

Okkar kæra Ólöf Nordal var kjörin að nýju varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Gott að fá hana aftur í forystuna. Hún er traust, töff og sannur leiðtogi. Hún hefur verið góður innanríkisráðherra - kjósendur treysta henni og bera virðingu fyrir henni. Ólöf er líka traustsins verð - mikils virði að hún hafi snúið aftur af fullum krafti í stjórnmálin.

Innkoma Áslaugar Örnu í forystusveitina er mikilvægt skref fyrir flokkinn að bæta stöðu sína meðal ungra kjósenda. Þar er verk að vinna og engum betur treystandi til að vinna að því verki nema ungum sjálfstæðismanni sem nýtur trausts og virðingar eftir glæsilega framgöngu sína á fundinum. Mikið framtíðarefni í henni Áslaugu.

Við horfum til framtíðar. Nú er næsta verk að styrkja stöðuna fyrir næstu þingkosningar og þétta raðirnar. Það verk hófst klárlega á þessum landsfundi frelsis, jafnréttis og framtíðar. Við erum best!


mbl.is Frjálslyndið í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband