Verðskuldaður heiður Ólafs - forljótur bikar

Ólafur Stefánsson er vel að því kominn að vera valinn íþróttamaður ársins, enda sannur afreksmaður og fyrirmynd í íþróttastarfi. Bikarinn sem er afhentur íþróttamanni ársins er hinsvegar alveg forljótur. Finn eiginlega til með handhafa bikarsins að þurfa að taka þetta ferlíki með sér heim - speisað eintak vægast sagt.

Nýji bikarinn er svo skelfilegur að maður á varla nógu góð orð til að lýsa honum. Hann er samansettur úr efnum sem engan veginn eiga samleið og heildarmyndin verður stór og klunnalegur bikar sem virðist því miður ekki vera líklegur til að haldast önnur 50 ár milli þeirra sem fá titilinn.

Í samanburði við hinn gamla góða bikar er þetta eiginlega ótrúlegt kúltúrsjokk, svo maður finni eitthvað almennilegt orð. Semsagt, orð dagsins til samtaka íþróttafréttamanna er: skiptið um bikar og með det samme sko.


mbl.is Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband