Forseti ver ákvörðun og talar við heimspressuna

ÓRG
Ólafur Ragnar Grímsson varðist fimlega í viðtalsþætti Jeremy Paxman, eins beittasta spyrils bresku pressunnar, í kvöld og talaði einbeitt og traust máli Íslands í heimspressunni. Eitthvað annað en forsætisráðherrann ósýnilegi hefur gert. Eina sem heimspressan hefur séð af þeirri konu frá synjun forsetans er myndin af fúlli og þreytulegri konu lesandi með gremjutón af blaði einhvern samsetning sem meikaði engan sens fyrir Íslendinga og því síður fyrir aðra.

Stjórnin beilaði á fyrstu viðbrögðum og fór í einhverja fýlu. Voru engin viðbrögð tilbúin? Töldu þau að forsetinn hugsaði bara um vinstrið? Mér finnst út í hött að farið sé að blaðra um þessa ákvörðun sem rimmu forseta við ríkisstjórn og sá sem tapi sé úr leik. Auðvitað á að vinna hlutina með hag Íslands að leiðarljósi, íslensk stjórnvöld verða að fara að gæta íslenskra hagsmuna og tala af festu og ábyrgð í stað þess að væla yfir forsetanum sem þau töldu sig eiga.

Við þurfum að tala við heimspressuna af ábyrgð og festu. Það gerði Ólafur Ragnar í kvöld á meðan vinstristjórn er í einhverju egósjokki og búa til fæting við forseta sem færir valdið í mikilvægu máli til fólksins í landinu. Þeim er ekki viðbjargandi sem halda að þetta sé egóbarátta Jóhönnu vs. Ólafs. Við þurfum að vinna okkur út úr krísu og tala við heimsbyggðina af festu. Þessi stjórn og hin fyrri hafa báðar flaskað á þessu verkefni og helst unnið hag annarra.

Það er aumt. En ég held að þessi forseti ætli að gera það og hann lét ekki kjafta sig í kútinn. Svo megum við ekki gleyma því að forsætisráðherrann gerði meiri skaða en gagn með orðavali sínu þegar hún talaði ofan í borðið með gremju og vælutón eins og sorgmædd kona í losti. Við þurfum leiðtoga til að tala þjóðina upp en ekki niður.

mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband