Málstaður Íslands nýtur æ meiri stuðnings

Málstaður Íslands kemst æ betur til skila í erlendu pressunni eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Ekki verður um það deilt að sú ákvörðun gjörbreytti málinu, okkur í vil. Þetta hafa æ fleiri skynjað og blasir við að ekkert verði af þjóðaratkvæðagreiðslu og í staðinn reynt að semja upp á nýtt og það almennilega í staðinn fyrir það sleifarlag sem kom fram í fyrri samningaviðræðum þegar pólitískur lærifaðir fjármálaráðherrans var sendur.

Greinaskrifin í Financial Times syna vel að Ísland er ekki eitt og yfirgefið í þessari deilu. Æ fleiri taka þá afstöðu að ekki eigi að níðast á Íslandi - málið er hugleitt á nýjum forsendum. Við eigum að nota þessi tækifæri og reyna að ljúka málinu með sóma fyrir Íslendinga alla. Allir nema blindir stjórnarþingmenn sem reyna að rífast við sérfræðinga sjá að það er allt annað mál í gangi núna.

Ég held að þeir sem reyndu að nöldra sem mest yfir ákvörðun forsetans hafi líkað skynjað nú að hann hefur gjörbreytt málinu okkur í vil. Góðs viti. Enda er Jóhanna steinhætt að tala með sömu frekju og grenjutón eins og var fyrst eftir synjun forsetans. Ætli ráðgjafar hennar séu komnir úr eldhúsinu?

mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband