Stjórnarsamstarfið felur feigðina í sér

Stjórnarsamstarf vinstriflokkanna virðist á endastöð eftir aðeins 53 vikur. Öllum má ljóst vera að þegar þeir eru farnir að leita að þriðja hjóli undir vagninn hefur samstarfið ekki gengið upp. Sundurlyndi vinstrimanna er reyndar rómað og margfrægt.

Sumir töldu þó að hreinn þingmeirihluti vinstrimanna myndi færa þeim meiri tækifæri til samstarfs. Öllum var jú talin trú um að fengju þeir þingmeirihluta gætu þeir unnið mál samhent og vel. Þeir hafa ekki staðið undir því trausti landsmanna.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er farin í frí á undarlegasta tíma, þegar stjórnin sligast og vandræðagangur hennar eykst dag frá degi. Hún er orðin örmagna og þreytt, búin með sitt pólitíska kapítal og væntanlega á útleið.

Enn hefur ekkert verið gefið upp um hver gegni embætti forsætisráðherra meðan Jóhanna er í leyfi. Vandræðagangurinn er algjör. Á meðan Jóhanna er úti er reynt að tryggja undirstöður þessarar löskuðu stjórnar.

En þetta stjórnarsamstarf felur feigðina í sér. Allar líkur eru á nýjum kosningum fljótlega. Ef þessi stjórn getur ekki höndlað verkefnin og staðið undir trausti landsmanna á hún að fara frá og rjúfa þing.

mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband