Glæstur sigur fyrir Indefence

Seint og um síðir... eftir endalaus afglöp og sleifarlag vinstristjórnarinnar er Icesave-málið komið í viðunandi ferli fyrir íslensku þjóðina. Eftir að stjórnarandstaðan settist að borðinu með ríkisstjórn sem hafði gjörsamlega klúðrað málinu og sat eftir með tapað tafl og samansafn af heimskupörum virðist samningur í sjónmáli sem sættir aðila og getur leitt til samstöðu.

Indefence hópurinn hefur unnið glæstan sigur ef þetta verður raunin - sigur sem aldrei var sjálfgefinn í baráttu við ríkisstjórnin sem var tilbúin að selja sálu sína fyrir að koma afleitum díl og varpa þungum byrðum yfir á íslensku þjóðina, allt fyrir aðgöngumiða að Evrópusambandinu, höfundi gallaðs regluverks.

Burt með þessa óstjórn.


mbl.is Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband