Er vinstristjórnin með eitthvað plan B?

Eftir nýjustu yfirlýsingar Dominique Strauss-Kahn er ljóst að Steingrímur J. og Gylfi hafa farið sneypuför hina mestu til Washington. Samstarfið við AGS er í upplausn og óljóst hvað vinstristjórnin ætlar að gera, enda hefur stjórnin ekki haft neitt plan B í sinni einstefnu undanfarna mánuði. Hún hefur ekki haft þingmeirihluta til að gera neitt af viti og er logandi í innri ólgu og skítkasti, þar sem forsætisráðherrann lýsir samstarfsmönnum sínum sem kattahjörð í smölun.

Hefði ekki verið betra fyrir íslensku þjóðina að heyra stöðuna beint frá Steingrími og Gylfa í stað þess að láta handrukkarafrakkann segja það. Hversu lengi ætlar Steingrímur að vera eins og barinn hundur og láta eins og ekkert sé? Þó hann sé eins og kúgaður eiginmaður í afleitu hjónabandi á hann að tala hreint út við þjóðina og segja hvernig staðan er.

Pólitískt kapítal þessarar stjórnar fór í það eitt að sækja um aðild að ESB og koma handónýtum Icesave-díl í gegnum þingið. Nú virðist samstarfið farið í hundana... og þó... nei afsakið í kettina :)


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband