Gamaldags flokkspólitískt makk í stórmáli

Það veldur mér og eflaust ansi mörgum fleirum miklum vonbrigðum að þingmannanefndin hafi strax lagst í pólitískt makk og skotgrafir þegar tekin var afstaða til hvort ráðherrar færu fyrir landsdóm og með hvaða hætti málið allt yrði gert upp. Betur hefði farið á því ef náðst hefði sameiginleg niðurstaða og menn hefðu náð að lyfta sér upp á aðeins hærra plan en gengur og gerist í pólitískri umræðu þar sem heildarmyndin er sjaldan ef aldrei skoðuð áður en afstaða er tekin.

Atburðarás síðustu dagana sýnir því miður hversu úreltur Landsdómur er og hversu veikburða málið allt er í höndum þingsins. Varla hafði niðurstaðan verið kynnt þegar hver flokkur var farinn að gera upp málið með sínum gleraugum og baráttan hafin innbyrðis fyrir hinni réttu pólitísku niðurstöðu til heimabrúks. Stóra niðurstaðan er því miður sú að þingmenn eiga erfitt með að taka afstöðu og skiljanlega erfitt með að ákæra samstarfsfélaga til margra ára eða áratuga.

Sérstaklega var undarlegt að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, reyna að setja sig í stellingar siðapostula með hreina samvisku þegar hún gerði upp við Ingibjörgu Sólrúnu og hin meintu pólitísku afglöp hennar. Bíddu nú við, sat ekki Jóhanna með þessari konu og tveimur öðrum sem lagt er til að verði ákærðir í ráðherranefnd um efnahagsmál á þessu tímabili? Er hún þá allt í einu orðin siðapostuli og stikkfrí til að fella dóma eða koma með beint mat?

Þetta er því miður fyrirboði þess sem koma skal. Að mörgu leyti finnst mér þetta stefna í afar misheppnaðan farsa sem fær enga trausta niðurstöðu. Upphafið er ekki gáfulegt.

mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband