Trúðurinn í Ráðhúsinu

Mjög átakanlegt var að fylgjast með Jóni Gnarr, borgarstjóra, í Kastljósinu í kvöld. Brandarinn mikli sem fleytti þessum þekkta grínista til valda, sem táknmynd einhverra óljósra breytinga, er orðinn að drungalegri tragedíu. Þetta er ekki lengur fyndið. Borgarstjórinn hefur afhjúpað sig sem trúð, sem hvorki hefur þekkingu á málum né vit til að tjá sig um lykilmálefni stærsta sveitarfélags landsins á mjög erfiðum tímum.

Hann reynir nú að kreista brandarann eins og tannkremstúpu til að halda sér á floti, ýmist með því að vera nógu furðulegur og galinn til að virka örlítið fyndinn. Hann gerir grín að erfiðum niðurskurði og kastar stríðshanskanum í fólkið í borginni með því að tala enn um ísbjörn í Húsdýragarðinn.

Er þessum manni alvara? Þegar skorið er niður, fólk bíður í röðum eftir mat fyrir utan hjálparstofnanir og margir stefna í gjaldþrot á að fara að eyða fúlgu fjár í eitt stykki ísbjörn? Þetta lið er því miður ekki hæft til að leiða stærsta sveitarfélag landsins.

Samfylkingin með Dag B. Eggertsson ber mikla ábyrgð á því að halda þessari vitleysu áfram mikið lengur. Þeirra er ábyrgðin á þessum trúð sem veit ekkert í sinn haus.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband