Þjóðin kýs ekki - feitt flopp vinstristjórnarinnar

Kosning til stjórnlagaþings stefnir í feitt flopp. Þjóðin er ekki að sinna kalli vinstristjórnarinnar og taka þátt í þessari kosningu, telur þetta óþarfa sem skipti ekki máli. Þetta stefnir í sögulega útreið fyrir ríkisstjórn sem ætlaði að vera mjög móðins og dreifa athyglinni frá vanhæfi sínu til að leiða þjóðina á erfiðum tímum en situr eftir með algjört klúður. Hún hefur ekki stuðning þjóðarinnar til að setja endurskoðun stjórnarskrár í forgang.

Kosningaþátttakan verður ekki nema rúmlega fjórðungur að óbreyttu, eins og staðan er nú á níunda tímanum. Ungt fólk mætir einfaldlega ekki á kjörstað, er algjörlega sama. Lítil kosningaþátttaka segir aðeins eitt: þjóðin vill ekki breytingar á stjórnarskrá. Stjórnlagaþing mun hafa mjög veikt umboð og þeir sem berjast fyrir breytingum þar verða fulltrúar mikils minnihluta landsmanna.

Breytingar á stjórnarskrá fá ekki stuðning í dag. Þetta er ekki ástríðumál þjóðarinnar. Fólk er með hugann við annað. Það er stóra niðurstaða dagsins.


mbl.is Um 30% búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband