Fræga fólkið kemst á stjórnlagaþing

Niðurstaða stjórnlagaþingskjörs var fyrirsjáanleg og ætti varla að koma ekki á óvart. Landsbyggðin fær aðeins þrjá fulltrúa og fræga fólkið, mínus Jónas Kristjánsson sem betur fer, kemst á þingið. Þarna raðast þeir inn álitsgjafarnir sem hafa verið sýnilegir í Silfri Egils og vinstrimenn eiga marga fulltrúa. Kannski mun í sögubókunum vera talað um stjórnlagaþing Samfylkingarinnar þar sem þjóðin hafði lítinn áhuga á þessu gæluverkefni Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þessi niðurstaða er áleitið umhugsunarefni fyrir okkur á landsbyggðinni og vekur spurningar um persónukjör og landið eitt kjördæmi - segir allt um hvernig slík kjördæmabreyting færi með landsbyggðina. Við þurfum að passa upp á það að landsbyggðin hafi hlutverk og stöðu. Mér finnst það lykilatriði að hún haldi sínu en glati ekki endanlega hlutverki sínu. Verði landið eitt kjördæmi færist kosningabaráttan á þá staði þar sem flest atkvæðin verða og hitt gleymist.

En já, þetta var fyrirsjáanleg upptalning á kjörnum fulltrúum. Nú er spurningin hvað kemur út úr þessari vinnu nema peningaaustur. Sjáum til.

mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband