Hver mun bera ábyrgð á stjórnlagaþingsfloppinu?

ogilding
Stjórnlagaþingið, hið mikla lykilmál vinstristjórnarinnar, hefur nú verið dæmt ógilt. Þar fara 300 milljónir í súginn. Ekki var nóg með að þjóðin sýndi þessu máli ekki áhuga og mætti ekki á kjörstað heldur hefur kosningin flautuð af vegna mistaka. Vandræðagangurinn er algjör.

Vinstristjórnin situr eftir með mikinn skell og með sitt lykilmál á byrjunarreit. Feitt flopp sem gleymist ekki í bráð. Hver mun bera ábyrgð? Vinstrimenn voru svo gjarnir á að tala um pólitíska ábyrgð meðan þeir voru í stjórnarandstöðu.

Nú verður gaman að hlusta á þann fagurgala þeirra þegar þeir sjálfir hafa klúðrað málum svo áberandi. Ég bíð spenntur.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband