Pólitískur skrípaleikur í landsdómi

Pólitísk réttarhöld eru hafin í Landsdómi. Yfirbragðið vissulega mjög sérstakt og rammpólitískt - einn maður gerður að blóraböggli, látinn standa reikningsskil af meintum brotum þegar alþjóðleg efnahagsleg krísa gekk yfir allan heiminn. Á meðan sleppa formaður hins stjórnarflokksins á tíma hrunsins og viðskiptaráðherrann við þetta uppgjör - þeim var komið í skjól af flokksfélögum sínum á þingi.

Þetta er mjög vandræðalegt ferli, undarlegt "réttlæti" og skakkt uppgjör sem þarna er í spilunum. Efast stórlega um að þetta líti vel út í sögubókum framtíðar. Allir veikleikar landsdóms opinberast í þessu ferli. Vonandi leiðir þessi skrípaleikur til þess að landsdómur verði stokkaður upp, helst lagður niður og tekið á augljósum vanköntum sem fram hafa komið á þessari vegferð, allt frá þingferli til loka.

Eftir stendur í yfirferð málsins að rétt var haldið á málum á örlagastundu. Mun verr hefði getað farið. Undir forystu þeirra sem réðu málum var tekið skynsamlega á málum. Neyðarlögin og gjaldþrot bankanna var rétta leiðin úr þessum ógöngum. Auðvitað var skaði Íslands nokkur, en bæði tímasetning hrunsins reyndist heilladrjúg og aðferðin til lausnar krísunnar var sú rétta.

Undarlegast við þennan skrípaleik allan, eins skrautlegur og hann annars er að öllu leyti, er skortur á miðlun upplýsinga til fjölmiðla, og svo þaðan til landsmanna allra. Aðeins er boðið upp á twitter-skrif úr réttarsal. Engu er líkara en réttarhöldin séu haldin um miðja 20. öld og aðeins hægt að skrifa fréttir í dagblöð morgundagsins.

Fornaldarbragurinn á landsdómi er algjör. Skortur á miðlun upplýsinga, staðsetning pólitísku réttarhaldanna og yfirbragðið frá a-ö er til skammar.

mbl.is Neyðarlögin urðu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Yfirleitt fara farsar sem Landsdómsmálið fram í næsta húsi við téðan Landsdóm, nefnilega Þjóðleikhúsinu.

Þar má hafa marga í þægilegum sætum og myndavélar bakvið þil svo ekki raski þær ró og friði dómaranna og skrílsins

Óskar Guðmundsson, 6.3.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband