Sýnum metnað í því að klára hringveginn

Malarvegur Ég get ekki annað en tjáð andstöðu mína við það metnaðarleysi að ætla ekki að klára að malbika hringveginn fyrir árið 2018. Í nýrri samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir lokum þessa verkefnis. Það er afleitt. Halldór Blöndal hefur tjáð sig af krafti í þessum efnum. Hann var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í vikunni og fór þar yfir sínar skoðanir.

Halldór hefur alla tíð verið baráttumaður fyrir landsbyggðina og því kemur afstaða hans ekki að óvörum. Hans pólitík hefur alla tíð verið í þá átt að samgöngumál landsbyggðarinnar séu til sóma og staðið sé vörð um hinar dreifðu byggðir. Í samgönguráðherratíð Halldórs var mótuð stefna um að malbika hringinn fyrst fyrir árið 2000 en síðan hefur því endalaust verið frestað. Það er mjög dapurlegt náist það ekki í gegn innan næstu ellefu ára.

Mér finnst þetta nokkuð metnaðarleysi og finnst þetta mjög dapurlegt. Það á að vera grunnmál okkar allra að bundið slitlag sé um hringveg landsins. Það er mál sem verður að tryggja að nái í gegn á tíma næstu samgönguáætlunar. Það er mjög einfalt mál að mínu mati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband