Af hverju biðst Guðbjörg Hildur ekki afsökunar?

Það hefur vakið mikla athygli að Guðbjörg Hildur Kolbeins hefur ekki enn beðist afsökunar á umdeildum ummælum sínum fyrir viku um forsíðu auglýsingablaðs Smáralindar. Þetta mál skók bloggheimana fyrir viku með athyglisverðum hætti og svo fór að Guðbjörg Hildur tók út skrifin. Margir spyrja sig enn hvar afsökunarbeiðnin sé, enda held ég að flestir í bloggheimum hafi mislíkað þessi skrif, enda voru þau svo harkaleg og langt yfir öll mörk.

Gestur Einar Jónasson og Hrafnhildur Halldórsdóttir spurðu mig sérstaklega út í þetta mál í viðtalinu sem ég fór í til þeirra á Rás 2. Þetta er eitt umdeildasta mál bloggheimanna ansi lengi og því svosem varla skrýtið að þau hafi talað um það í þessu spjalli um bloggheima. Sagði mína skoðun, fór þó mjög varlega í það. Vil haldast á heiðarlegum nótum í þessu, hef þó sagt meira um það hér en ég gerði í þessu morgunspjalli okkar í gær.

En Guðbjörg Hildur myndi virka mun sterkari ef hún bæðist afsökunar og ég skil ekki að hún hafi ekki enn gert það. Frekar sorglegt bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var hennar skoðun og ef fólk ætti að biðjast afsökunar á skoðunum sínum, núverandi og fyrrverandi, ætti það að taka hér út öll sín skrif og bloggið fengi fallega útför á kostnað Moggans. Hver ætlar að kasta fyrsta steininum? Væri hægt að fara í meiðyrðamál vegna þessa? Það held ég varla. Það er mun affarasælla að reisa mönnum níðstöng hér, ef steypan nægir í aðra Kárahnjúka. Margir Sjallar hafa náttúrlega alveg fáránlegar skoðanir. Ættu þeir að biðjast afsökunar á þeim? Hversu langt er síðan einhver Sjalli hefur sagt af sér á þingi eða í Kópavogi vegna hneykslismála? Hvað þá skoðana sinna? Þegar stórt er spurt...

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:22

2 identicon

góður punktur óskar.

Glanni (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:23

3 identicon

Það meiga allir hafa sínar skoðanir í friði svo lengi sem þeir meiða ekki aðra.  Guðbjörg gekk of langt og ætti að sjá sóma sinn í að biðja stúlkuna afsökunar. Lang, lang flestir sjá þetta en aðrir vilja ekki sjá þetta. Fólk ber ábyrgð á sínum orðum og hún ber ábyrgð á því sem hún sagði. Best væri úr því sem komið er að höfða meiðyrðamál og ljúka málinu.

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:35

4 identicon

Detti nú af mér allar dauðar lýs og lifandi, er virkilega til fólk sem er sammála Guðbjörgu og skrifum hennar? Afhverju skildi hún þá hafa tekið þetta út nema bara af því að hún skammaðist sín.

Glanni (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:37

5 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Svolítið merkilegt að hvorki Kenny, Kjartan eða óskráður (Steini Briem) virðast hafa lesið færsluna þína Stefán.

 

Ég skil alla vega ekki málið þannig að þú sért að fara fram á að Guðbjörg biðjist afsökunar á skoðunum sínum, heldur á ummælum sínum. Það er ansi stór munur þar á. Fólk getur haft hvaða skoðanir sem er án þess að biðjast afsökunar en undir venjulegum kringumstæðum gætir maður orða sinna. Sérstaklega þegar um er að ræða börn á viðkvæmum aldri. Það gerði Guðbjörg Hildur ekki og ég er sammála þér í því að hún á að biðjast afsökunar á ruddalegum ummælum sínum. Hún má hins vegar hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér.

Víðir Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 18:47

6 identicon

Ef þetta er hennar skoðun, af hverju tekur hún hana þá út af bloggsíðu sinni ?  Skammast hún sín svona mikið fyrir þetta bull ?  Ég botna ekkert í ykkur sem tekst að sjá eitthvað klámfengið eða ljótt úr öllum myndum og lesa það sama úr öllum textum.

Þessi Hildur ætlar ekki að biðjast afsökunar, og mér svosem kemur það ekkert við heldur.  En að hún taki út skrifin finnst mér ekkert annað en aumingjaskapur og roluháttur.  Ég sé ekkert rétt við það, ef þetta er hennar skoðun, skoðun sem hún skammast sín ekki fyrir að setja fram.

Þorkell Gunnar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:51

7 identicon

Orðaval Guðbjargar Hildar í þessu margumrædda bloggi hennar var henni til mikillar minnkunnar svo ekki sé meira sagt. Eitt er að hafa skoðanar, en annað að setja þær fram svo sómi sé að.

Ég virði skoðanir Guðbjargar, en hef vægast sagt andstyggð á því hvernig hún kom þeim á framfæri í þessu umrædda tilfelli.

Óvirðingin sem hún sýndi 14 ára blásaklausri stúlku með skrifum sínum á obinberum vetvangi verður henni til ævarandi skammar.

Hún ætti að biðjast afsökunuar á skrifum sínum, hvað sem skoðunum hennar líður.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:54

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Stefán, mér sýnist að dr. Guðbjörg hafi hætt bloggi sínu nú fyrir stundu og hafi eytt því án skýringa, en hún var með mjög "vinsæla" og eftirsótta bloggsíðu: http://www.mbl.is/mm/blog/top.html

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.3.2007 kl. 21:22

9 Smámynd: Jón Svavarsson

En ég skil hugsunarháttinn!!

Snáði einn sem átt hafði í rökræðum við kennslukonuna, lagði fyrir hana eftirfarandi spurningu;

Þrjár konur fengu sér rjómaís í brauðformi, ein sleikti hann af áfergju, önnur beit í hann og smjattaði á honum og sú þriðja saug hann með unaðs hljóðum. En hver þeirra var sú gifta?

Kennslu konan hugsaði sig vandlega um og svaraði svo, sennilega sú þriðja sem saug hann!

Nei sagði sá stutti, það er auðvitað sú með giftingarhringin en ég kannast við svona hugsunarhátt!!!!!!!

Jón Svavarsson, 15.3.2007 kl. 21:48

10 identicon

Snilldarpistill! Enn og aftur hittirðu naglann á höfuðið.

Sigþór (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:44

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Í morgun spurði ég mig sömu spurningar setti inn SMÁ blogg um það. Ég bara næ þessu ekki.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 23:01

12 identicon

Sæll Stefán. Auðvitað mun frú Kolbeins ekki biðjast afsökunar á ummælum sínum. Ástæðan er sáraeinföld. Henni þykja þau réttmæt, viðeigandi og ábyggilega "háfræðileg". Og hún er ekki ein um þessa afstöðu. Feminiskir vinstri sósíalistar reyna af veikum mætti að slá um hana skjaldborg. Ég spái því að frú dr. Kolbeins muni ekki "opna munninn" eftirleiðis til þess að koma klám- og kynóra hugmyndum sínum á framfæri undir yfirskyni tákn- og greiningarfræða feminismans. Hún er eiginlega eins og samfélagslegur "flassari", berar hug sinn frammi fyrir alþjóð með fádæma óskammfeilnum hætti og hleypur síðan í felur. Hún er fremur rislág konan sú.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:02

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Óskar: Takk fyrir góð orð um viðtalið. Nei varla, en samt, þetta er frekar kostulegt, enda þarf ekki mörg orð til að afsaka hegðun fólks og jafnvel lægja öldur. En þetta er víst bara svona, fátt við því að gera. Endalok vefs GHK segir meira en mörg orð eflaust.

Kenny: Guðbjörg Hildur má hafa hvaða skoðanir sem hún vill. Orðavalið í þessu bloggi var þó með ólíkindum ógeðfellt og fyrir neðan allar hellur. Talið fór yfir öll mörk og ég tel að hún hafi tekið undir þá gagnrýni með því að taka fyrst færsluna út og síðar bloggið í heild sinni. En það er sjálfsagt að hafa skoðanir en fólk verður þá að passa hvernig það orðar hlutina. Þetta var stingandi færsla sem kallaði fram sterk og áberandi viðbrögð sem gleymast vart í bráð.

Steini: Vísa til svarsins til Kenny um þetta enda tekur þetta á sama hlutnum í raun.

Glanni: Nákvæmlega.

Víðir: Góðir punktar. Við erum greinilega alveg sammála um þetta.

Þorkell Gunnar: Takk fyrir skrifin félagi. Við erum mjög sammála í þessum efnum, sem og um fleira. :)

Kári: Takk fyrir þessa punkta. Við erum sammála um þetta.

Sófús Árni: Takk kærlega fyrir þessi skrif. Við erum greinilega algjörlega á sama máli og ég tek undir þín skrif, sem eru vönduð og góð. Leist vel á þau.

Eyþór: Takk fyrir ábendinguna. Já, þetta er merkileg tíðindi, svo sannarlega.

Jón: Takk fyrir kommentið.

Sigþór: Takk fyrir kommentið og góð orð.

Sigfús: Gott að við erum sammála um þetta.

Gústaf: Takk fyrir kommentið og góðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.3.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband