Stórbruni í miðbæ Reykjavíkur

Stórbruni í miðbæ ReykjavíkurStórbruni geisar nú í miðborg Reykjavíkur. Ég sá myndir af vettvangi á netinu rétt áðan. Það er merkileg sjón, enda virðist vera sem að gömlu húsin á þessum stað í hjarta borgarinnar séu stórskemmd. Skaðinn virðist skeður og vonandi að hægt verði að koma í veg fyrir enn meira tjón en orðið er og auðvitað koma í veg fyrir að eldurinn breiðist meir.

Þetta eru sögufræg hús sem brenna nú og því augljóslega um mikið tjón að ræða í ljósi þess. Ég var í Reykjavík fyrir nokkrum dögum og fékk mér göngutúr með nokkrum vinum í gegnum bæinn niður Austurstrætið og farið var eins og venjulega í borgarferð í Bæjarins besta til að fá sér pylsu og kók, það er hefðbundinn rúntur í borgarferð minni, eins og svo margra fleiri eflaust í skemmtun helgarinnar. Það er auðvitað ljóst að þessi hús skipa stóran sess á sínu svæði og mikið verkefni framundan fari allt á hinn versta veg.

Það er reyndar kaldhæðnislegt að mér var hugsað til þessa nótt í miðbænum um síðustu helgi hvað myndi gerast ef kæmi stóreldur við erfiðar aðstæður þarna upp. Hugurinn reikaði aðeins í þá átt, enda eru þetta allt timburhús, komin til ára sinna og erfiðar aðstæður geta orðið til þess að öll götumyndin gæti skíðlogað. Ekki hefði mér órað fyrir þá að innan viku reyndi á þessar pælingar. Þetta er því súrrealísk og dapurleg sýn sem blasir við. Vonandi mun slökkvistarfið ganga vel.


mbl.is Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband