Guðlaugur Þór ráðherra - Björn áfram í ríkisstjórn

Guðlaugur Þór Þórðarson Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur nú samþykkt stjórnarsamstarf með Samfylkingunni í Valhöll. Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins hefur verið kynntur. Björn Bjarnason verður áfram dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson verður fyrsti heilbrigðisráðherrann á vegum flokksins í tvo áratugi. Það er sérstaklega mikið gleðiefni að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti verði nú sameinuð. Það er fyrir löngu kominn tími til. Einar Kristinn Guðfinnsson verður ráðherra nýs ráðuneytis.

Sturla Böðvarsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem verið hefur samgönguráðherra í átta ár, eða frá árinu 1999, missir nú ráðherrastól sinn og verður forseti Alþingis, en samgönguráðuneytið færist nú yfir til Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram menntamálaráðherra. Það eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir okkur sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi að fá ekki ráðherrastól. Þetta eru mjög vond tíðindi eftir sögulegan kosningasigur hér.

Arnbjörg Sveinsdóttir verður áfram þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra, sem eru vissulega mjög merkileg tíðindi og staðfesta mjög vel sterka stöðu Árna innan Sjálfstæðisflokksins, en hann leiddi flokkinn til glæsilegs kosningasigurs í Suðurkjördæmi í þessum kosningum. Það eru vissulega vonbrigði að aðeins ein kona sé ráðherra en annað var ekki í spilunum miðað við prófkjörin á vegum flokksins þar sem flokksmenn sjálfir völdu stöðu ráðherraefnanna.

En hér er listinn yfir ráðherra og önnur embætti sem þingflokkurinn gerði tillögu um í kvöld á fundi sínum í Valhöll.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra
Einar Kristinn Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sem betur fer fyrir Íslendinga þá erum við ekki að fara að skrifa undir annan Gamla Sáttmála og til þess að gangast undir stjórn erlendra valdsherra. 

Annars kemur mér mikið á óvart að Þorgerður Katrín taki ekki að sér annað ráðaneyti. Gaman verður að sjá Guðlaug Þór takast á við heilbrygðismálin.

En svo virðist sem nú sé verið að ýta Sturlu Böðvarsson út. Nú muni hann hætta sem forseti þings.  

Mér sínist að Kristján Þór Júlíusson sé ekki í náðinni hjá Geir. Ég hafði búist við að hann yrðir þingflokksformaður. Kannski er Þorgerður Katrín ekki hrifin af tilraun hans við varformannsstólinn hérna um árið? Hvað veit maður?

Fannar frá Rifi, 22.5.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ágæti Stefán! Hvaða hlutverki sérðu þig í við að endursegja fréttir fjölmiðlanna? Þykir þér þeir ekki orða þær nógu glöggt - eða hvað? Þetta hlutverk, hvernig sem þú lítur á það, er ekki alveg auðskilið án skýringa. Bið annars að heilsa öllum á þínu svæði, sem á sinn sess hjá mér!

Herbert Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jón Arnar: Samfylkingin fær utanríkisráðuneytið svo að ef þeir vilja tala um Evrópumál geta þeir það. Annars verður spennandi að sjá stjórnarsáttmálann á morgun. Varðandi konur, það voru haldin prófkjör og þar var raðað niður á lista. Það var aðeins ein kona leiðtogi framboðslista svo að staðan var einföld. Ég sagði það í skrifum hér um síðustu helgi að það yrði aðeins ein kona ráðherra og það fór svo.

Fannar: Þorgerði Katrínu líður vel þar sem hún er. Guðlaugur Þór er öflugur maður og ég tel að hann muni standa sig vel á þessum vettvangi. Kristján Þór er nýliði á þingi og það er greinilegt að það er mat formanns Sjálfstæðisflokksins að nýliði á þingi verði ekki ráðherra. Það er niðurstaðan. Í staðinn fyrir þetta fær Kristján Þór eflaust mjög öfluga nefnd til að vinna með í upphafi. Held að það hafi aldrei komið til greina að ýta Öbbu út úr þingflokksformennsku, enda hefði það þýtt enn færri konur. Staðan var einföld hvað þetta varðar. En eitthvað fær Kristján Þór í staðinn, en samt er sem áður er þetta vont fyrir kjördæmastarfið hér að sitja hjá annað kjörtímabilið í röð. Það er afleitt, ég ætla að segja það mjög hógvært að þessu sinni . Það var ljóst frá upphafi að Norðvestur fengi ekki tvo ráðherra og það staðfestist þarna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skil ekkert í þér Herbert. Ég er að fjalla um þessa uppstillingu og segi mínar skoðanir inn á milli, tek fram á fleiri en einum stað skoðanir mínar á stöðunni. Annars er þetta mín síða og ég hef hana eins og ég vil.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ágæti Stefán aftur! Auðvitað hefur þú síðuna þína eins og þú kýst og ég var ekki að finna að henni né því hvernig þú hefur hana. Aðeins að spyrja hvers vegna hún væri aðallega endursögn á fréttum fjölmiðlanna, sem er ekki alveg augljóst hvaða tilgangi þjónar. Þá er ég að tala almennt um síðuna þína en ekki sérstaklega um síðustu viðburði frekar en aðra. En nú er það ljóst að þetta er bara þinn stíll og það angrar mig ekki baun. Forvitninni er svalað!

Herbert Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þú hefur ákveðin stíl Stefán og ég kann mjög vel við hann. Setur upplýsingarnar fyrst fram og kemur sjónhorni þínu fram í lokinn. Mun betra en að lesa upphrópanir hérna á netinu.. 

Fyrir mína part koma þessu litlu breytingar mér á óvart. Í Fyrsta lagi þá átti ég von á að ÞKG yrði fjármálaráðherra þar sem það ráðuneyti er yfirleit talið það næst mikilvægasta. Kannski hafa femistarnir enn og aftur rétt fyrir sér, sjálfstæðiskarlarnir eru enn fastir í að konur kunna ekkert með penning að fara. Í öðru lagi þá bjóst ég við róttækari breytingum á stjórnarráðinu, fækkun ráðaneyta og meiri uppstökun. Bjóst jafnvel að stjórnarráðinu yrði stokkað upp á miðju tímabilinu, með fækkun ráðuneyta í huga. Í þriðja lag finnst mér kynjaskiptingin alveg ótrúleg, komin tími til að brjótast útúr hefðbundinu kjördæma skipulagi við val á ráðherrum. Allt tal um val á ráðherrum eftir hæfni gefur konum í xD langt nef. Ég læt mig efast um að þessir fimm karlpungar sé t.d betur af guði gerðir en Dr. Guðfinna. 

Að lokum, þá vonaðist ég eftir umbóta ríkisstjórn, en miðað við þetta fyrsta skref hennar virðist hún vera íhaldsöm og ávísun á miðjumoð.. 

Ingi Björn Sigurðsson, 22.5.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Mér finnst of lítil endurnýjun í ráðherraliði Sjálfstæðisfl.Tvær  til þrjár konur hefðu átt að koma inn.Geir hefur ekki þorað að rugga bátnum meira,lét alla gömlu ráðherrana sitja nema Sturlu.Nú bíður maður bara eftir stjórnarsáttmálanum og ráðherraskipan Samfylkingarinnar,sem eitthvað lætur bíða eftir sér.

Kristján Pétursson, 22.5.2007 kl. 21:17

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef hvergi séð í fréttum skoðanir mínar á ráðherraleysi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mína skoðun á stöðu kvenna í ráðherrahóp flokksins og skoðun mína á sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis. Það sést hvergi nema hér. Þannig að ég skil ekki þessi skrif þín. Það er bara mjög einfalt mál Herbert.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 21:17

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er Guðfinna S. Bjarnadóttir ekki ný á þingi og ný í flokknum?

Fannar frá Rifi, 22.5.2007 kl. 21:19

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð Ingi Björn. Mér var kennt að vera málefnalegur og reyna að sleppa óþarfa ómálefnalegum upphrópunum gegn fólki. Mér finnst ömurlegt að lesa skrif fólks þar sem ráðist er ómálefnalega að fólki og reyni að forðast það mjög. Það var hlutur sem mér var kennt í upphafi minnar ævi og ég hef alla tíð farið eftir því. Ég er maður sem bendi á staðreyndir mála, er með króníkupprifjun á stöðu mála. Ég hef aldrei verið skoðanalaus maður, enda er ég hér daginn út og inn að skrifa um skoðanir mínar. Það má vel vera að einhverjum leiðist að ég bölvi ekki fólki daginn út og inn, en þetta er ekki vettvangur þess og vilji fólk sjá slíkt getur fólk sleppt því algjörlega að bíða eftir því.

En það er greinilegt að Þorgerður er mjög sátt við sína stöðu, þetta er staða sem færir henni margt og hún er ánægð með sinn málaflokk. Hún telur sig greinilega ekki þurfa að færa sig til að þessu sinni allavega. Ég verð samt að taka undir með þér að ég taldi að Þorgerður færði sig þarna yfir og þetta var merkileg flétta. Ég er mjög ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn heldur menntamálunum en sé eftir samgöngumálunum. Það er mikill missir að því, en það er ljóst að við urðum að láta stóran málaflokk af hendi fyrir heilbrigðismálin. Það er gríðarlega mikill áfangi að fá það til okkar, langri bið á enda.

Kristján: Já, mér fannst fyrirfram í raun bara möguleiki á því að tveir ráðherrar færu kannski út; Sturla og Björn. Taldi alltaf víst að Sturla færi út og Björn héldi sínum stól. Guðlaugur Þór var klárlega fremstur í röðinni sem kjördæmaleiðtogi í Reykjavík. Það gætu vel orðið hrókeringar á tímabilinu. Fyrst og fremst er þetta mikill persónulegur sigur fyrir Björn Bjarnason að verða áfram dómsmálaráðherra. Fyrir mér er hann stóri sigurvegari þessarar uppstillingar eftir allt sem gengur hefur á að undanförnu. Það var mjög einfalt mál að hann varð að halda sinni stöðu. Gleðst mjög yfir því, enda er Björn vinnusamur maður sem er flokknum mikilvægur áfram í stjórn. Hann hefur líka mikla reynslu að baki eftir langan ráðherraferil.

Fannar: Guðfinna er ný. Margir töldu hana ráðherraefni en svo fór ekki. Þetta blasti við. Það var aðeins ein kona ráðherraefni. Þetta sagði ég um helgina og ég varð sannspár. Annars varla erfitt að spá um þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2007 kl. 21:27

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég hef mikla trú á að það verði hrókeringar eftir 2 til 3 ár. Það er bara spurning hvaða breytingar munu verða.

Ég held að Björn Bjarnason muni hætta á þessu kjörtímabili. Hann hefur staðið í ströngu og einnig þurft að glíma við erfið veikindi.

Fannar frá Rifi, 22.5.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband