Kostuleg trúðslæti mótmælenda í Reykjavík

Mótmæli í Reykjavík Það er alveg kostulegt að fylgjast með þessum undarlegu mótmælum í Reykjavík. Sýnist þetta vera hrein og klár trúðslæti fólks sem er tilbúið til að setja umferð og mannlíf úr skorðum bara til að geta komið með statement af sínu tagi. Það voru auðvitað engin leyfi fengin fyrir mótmælum af þessu tagi, að stöðva umferð um Snorrabraut, sem er ein af fjölförnustu götum Reykjavíkur.

Það eru engin svör til um af hverju þetta sé gert. Helst er að sagt sé að þetta sé bara statement um skoðanir og ég veit ekki hvað. Mér finnst þetta fullkomlega ábyrgðarlaus mótmæli og þau dæma sig verulega sjálf. Þetta er sami hópurinn og mætti í Kringluna um daginn og lét þar hreinlega eins og trúðar og var úthýst þaðan. Það var lítið vit í þeim mótmælum og mátti öllum vera ljóst eftir það sem þar gekk á að ekki yrðu þessi mótmæli öðruvísi.

Mér finnst svona mótmæli mjög tilgangslaus. Það er hægt að segja skoðanir sínar með svo miklu betri hætti en fara fram með svona hætti; stöðva umferð og blokkera lykilgötur borgarinnar. Það hefur sannast áður af verklagi mótmælenda að þeim er varla neitt heilagt í að tjá sig og jafnan reynt að tjá sig með því að hefta frelsi annarra eða fara almennt yfir strikið. Það muna sjálfsagt allir eftir því þegar að mótmælendur fyrir austan ruddust inn í Hönnun á Reyðarfirði og klifruðu upp í byggingakrana á Alcoa-svæðinu.

Mér finnst sjálfsagt að fólk segi skoðanir sínar og geti mótmælt hafi það skoðun. En það að fara fram með svona hætti og gera hlutina án þess að leita samráðs eða samþykkis mótmæla er fyrir neðan allar hellur og rýrir bara málstað þeirra og gerir hann óábyrgan að verulegu leyti.

mbl.is Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ótrúlegt að verja þessi ólöglegu mótmæli undir þeim merkjum, að friðsöm skoðanaskipti hafi ekki virkað!! Heldurðu Jón Frímann, virkilega, að þessi mótmæli eigi eftir að breyta einhverju hjá alþingismönnum/stjórnmálamönnum?

Ef þér finnst þetta gott hjá Saving Iceland, er þá ekki alveg eins hægt að verja ofsaakstur sem "mótmæli við alltof lágum hraðamörkum úti á landi"? Eða að ráðast inn í Efstaleitið til að mótmæla RÚV-gjöldunum?

Af hverju var ekki hægt að setja upp þessi mótmæli á löglegan hátt? Af hverju var það ekki gert? Sjáðu t.d. gay pride gönguna, sem um 40.000 manns taka þátt í ... þarna eru öll tilskilin leyfi fengin fyrirfram og þetta vekur athygli. Getur Saving Iceland ekki staðið fyrir einhverju svona í staðinn fyrir að brjóta lögin? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Haukur Viðar

Ég sæi nákvæmlega ekkert að því að fólk stæði fyrir mótmælum gegn RÚV-gjöldunum

Haukur Viðar, 14.7.2007 kl. 23:20

3 identicon

"ólögleg" ... þar átti ég við að þessi samtök höfðu ekki fengið tilskilin leyfi fyrir þessari göngu sinni. Það er því alveg rétt af lögreglu að skipta sér af þeim, en svo æsast leikar og þá þarf lögreglan að bregðast við.

Ég get því miður ekki bent á lagagreinarnúmerið, en þetta er það sem ég var að meina ... leyfisleysið.

Ég sel það t.d. ekki dýrara en ég keypti það, en ef það er rétt að einhver úr hópnum hafi verið dansandi upp á bíl ... er það ekki eyðilegging eignar? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 02:02

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég þakka fyrir kommentin.

Ég er hiklaust þeirrar skoðunar að svona mótmæli séu ekkert nema skrílslæti. Það var ekki fengið neitt leyfi fyrir þessum mótmælum. Þau dæma sig sjálf. Það að blokkera stórar umferðargötur án leyfis með þessum hætti er að mínu mati hreint dómgreindarleysi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.7.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

15. gr. Aðgerðir í þágu almannafriðar, allsherjarreglu o.fl.
1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.
3. [Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.]1)
4. Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu [skv. 2. og 3. mgr.]1) getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.
5. Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.
6. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af málefnum sem samkvæmt lögum heyra undir önnur stjórnvöld ef það er talið nauðsynlegt til að stöðva eða koma í veg fyrir alvarlega röskun á almannafriði og allsherjarreglu og ekki næst til viðkomandi stjórnvalds eða aðgerðir af þess hálfu eru útilokaðar, þýðingarlausar eða fyrirsjáanlegt er að þær muni hefjast of seint. Tilkynna skal hlutaðeigandi stjórnvaldi um aðgerðir lögreglu svo fljótt sem auðið er.
   1)L. 56/2002, 2. gr.

Fannar frá Rifi, 15.7.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

" 1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau."

Almannafriður var brotinn og umferð var stöðvuð. lögregla biður þáttakendur um að verða að óskum íbúa á svæðinu sem verða fyrir ónæði. óskir lögreglu eru hunsaðar. Þegar lögreglan reynir síðan að framfylgja lögum um brot gegn almannafriði þá er hún hindruð í því. Hindrun á störfum lögreglu er lögbrot. þarna eru því tvö lögbrot.

Mér fynnst það hræsni þegar einstaklingar gagnrýna lögregluna fyrir að reyna að framfylgja lögum. Síðan koma þessir sömu einstaklingar og eru alveg hneykslaðir á því að lögreglan skuli ekki aðhafast neitt í einhverjum málum eða geti ekki komið glæpamönnum á bak við lás og slá. 

Það verður að tryggja friðinn hérna á Íslandi. Hvernig fynndist þér jón fríman að ég og fleyri kæmum með lúðra og hátalara og myndum mótmæla í hverfinu hjá þér offáum álverum um miðja nótt? við myndum ræna af þér svefn frið og trufla þig síðan við að komast til vinnu eða til að hitta ættingja og vini.  

Ef þú brýtur lög þá ertu brotlegur. Sama hversu góðan boðskap þú telur þig hafa eða standa fyrir.

En það er samt greinilegt að við erum að fá til okkar atvinnu mótmælendur. Einstaklinga sem skipuleggja eignaspjöll og svipta saklaust fólk frelsinu. Samanber atvikið fyrir austan í fyrra.

En afhverju ættir þú að hafa áhyggjur Jón? Það skiptir ekki máli hvaða rök ég kem með hér á blogginu, ólærður leikmaður. málið er að hvaða lögfræðingur sem er getur sakfellt þá sem veita viðnám við lögboðið starf lögreglu íslands.

Fannar frá Rifi, 15.7.2007 kl. 20:12

7 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Mér finnst það alveg rétt hjá lögreglunni að gera þetta í þessu máli.  Ok, fólkið er að mótmæla og hefur alveg fullann rétt til þess, um það deilir enginn.  Hitt er svo aftur á móti annað mál hverju þetta skilar, það er harla litlu, held ég.  En í sambandi veið þetta þarna í gær þá hefðu þessir aðilar getað sett sig í samband við lögregluna og fengið liðsinni hennar við að komast leiðar sinnar.  Hefðu þeir álpast við að gera það hefði þetta ekki komið upp á

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 15.7.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband