Ófögur heimkoma í Garðabæ

Flest höfum við eflaust haldið í okkar íslensku tilveru að það gerðist aðeins í erlendum veruleika eða í kvikmyndum að óboðnir gestir setjist að á heimilum annars fólks dögum saman og breyti friðsælu heimili í sukkbæli. Það er varla við öðru að búast en að fjölskyldunni í Garðabæ hafi brugðið mjög við heimkomuna. Það hlýtur að vera verulegt áfall hreinlega að sjá svona ljóta aðkomu og að stolið hafi verið úr innbúinu jafnvel ómetanlegum hlutum.

Það hefur vissulega oft gerst að innbrot hafi átt sér stað og einhverju hafi verið stolið. Það er samt svolítið nýr veruleiki að fólkið sem rænir búi í húsinu jafnvel dögum saman. Í friðsælu íbúðahverfi ætti fólk að verða vart við mannaferðir til og frá húsum en það virðist ekki hafa átt sér stað í þessu tilfelli. Ætla rétt að vona að þetta sé ekki það sem koma skal hérlendis, en við höfum ósjaldan séð svona uppákomu í bandarískum kvikmyndum.

Það hlýtur að vera erfitt að búa fyrstu dagana í sínu eigin húsi eftir svona ófögnuð og ömurlegheit. Veit ekki hvort að það sé vandamál fyrir fólkið þarna en þetta hlýtur að vera sláandi. Þetta mál vekur samt spurningar um hvort einhver hafi orðið var við að fólk væri í húsinu. Í rólegri íbúðagötu hlýtur að vera erfitt að hafast við dögum saman í húsi einhvers án þess að íbúi við götuna verði þess var.

mbl.is Ljót heimkoma fjölskyldu í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð spurning! Voru allir nágrannar í ferðalagi?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 13:12

2 identicon

Stebbi, prófaðu að bíða þar til þú hefur einhverju að bæta við fréttina næst þegar þú bloggar.

Í þetta sinn reynir þú ekki einu sinni að koma með nýjan titil á færsluna þína, aðeins lauslega endurorðun! 

Þú gætir til dæmis upplýst okkur um eitthvað úr innviðum flokksins hér fyrir norðan, hvað sé að frétta úr spillingunni í bænum?

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Mér finnst það alltaf jafn einkennilegt þegar menn eru að gera slíkar athugasemdir sem Baldvin Esra gerir nú.

Blogg er ekki fréttamiðill. Mbl.is er fréttamiðill. Þar mæli ég með því að menn lesi sínar fréttir en heimsæki blogg til þess að lesa hugleiðingar manna um þær eða annað. 

Hér tengir Stefán hugleiðingar sínar við fréttina og þarf ekki að "bæta" neinu við hana nema sínum eigin hugleiðingum. Hann veltir t.d. fyrir sér hvernig sé að búa í húsi einhvers sem ekki veit af því. Ég geri fastlega ráð fyrir því að hér sé Stefán að opna fyrir umræðu frekar en að upplýsa frekar um málið.

 Oftar en ekki skrifar Stefán mjög fróðlegar og góðar greinar, sérstaklega um stjórnmál og kvikmyndir, þar sem hann hefur miklu við að bæta. Oftar en ekki segir hann frá í sögulegu samhengi sem gott getur verið að rifja upp.

Þess vegna er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja þá menn einsog t.d. frægan Bol Bolsson sem segir Stefán skrifa innihaldslítið og að hann tengi við margar fréttir í einhverri vinsældasamkeppni. Ég get ekki betur séð en að Stefán skrifi sínar eigin hugleiðingar öðrum til skemmtunar og fróðleiks. Þetta sýna heimsóknartölur jafnt sem þeir fjölmörgu gestir sem skrifa sínar athugasemdir og lýsa yfir áhuga og/eða hrifningu á skrifum hans í leiðinni.

Ekki er það síst mælikvarði á góð skrif Stefáns hversu oft Morgunblaðið vitnar í bloggið hans. Þar vinna amk. atvinnublaðamenn sem þykir sómi af því að hafa skrif Stefáns í sínu blaði. 

Með kærri kveðju,

Stefán Þór Helgason, 28.8.2007 kl. 19:40

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vel sagt Stefán Þór... heyr! heyr!

Á aftonbladet í Svíþjóð þá eru þeir búnir að ráða "Atvinnubloggara" sem hefur eigin síðu í blaðinu... mæli með að Mbl ráði Stefán Friðrik sem atvinnubloggara.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband