Akureyringur dettur í lukkupottinn

Akureyri Það er mjög ánægjulegt að heyra að stærsti lottóvinningur Íslandssögunnar sé á leiðinni til Akureyrar, yfir 100 milljónir. Var að vona að ég hefði unnið þessa fúlgu, enda keypti ég mér lottómiða í Hagkaup fyrr í vikunni. Svo var þó því miður ekki. En ég get ekki sagt annað en að ég hafi um leið og ég hafi heyrt þessa frétt litið allsnarlega á miðann minn.

Það eru tveir áratugir liðnir frá því að fyrsti lottóvinningur Íslandssögunnar kom til Akureyrar, en þá vann Ólöf Ananíasdóttir nokkrar milljónir. Ólöf hafði skömmu áður misst mann sinn og var mikið fjallað um þennan fyrsta lottóvinningshafa landsins. Um áratugur er liðinn frá því að hjón hér í bæ unnu stóran vinning í Víkingalottóinu. Minnir að það hafi verið 42 milljónir og það þótti mikið hér þá.

Vil óska vinningshafanum til hamingju. Það hlýtur að hafa gríðarleg áhrif á lífsstandardinn að taka svona stóran pott og vonandi mun verða vel haldið utan um það. Vona að viðkomandi fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í auglýsingunum.

Það hlýtur að þurfa sterk bein að lifa með svo stórum vinningi í sjálfu sér, enda sannarlega dæmi um að fólk hafi illa getað höndlað svo mikla gæfu.

mbl.is Íslendingur vann 105 milljónir í Víkingalottói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er rétt hjá þér Stefán það þarf ekki síður sterk bein til að standa af sér góðu daganna eins og þá slæmu. Vonandi á þessi vinningur eftir að færa þessum heppna einstaklingu hamingju, og vinir hans verði áfram vinir í raun.

Páll Jóhannesson, 4.10.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband