Grafalvarlegar fregnir

Í skólanum.... Það er ekki hægt að segja annað en að niðurstaða PISA-könnunarinnar séu grafalvarlegar fregnir fyrir okkur Íslendinga. Ekki aðeins hefur staða okkar versnað í flestum námsgreinum heldur hefur lestrarkunnáttu æsku landsins hrakað mjög. Það hlýtur að teljast hið versta í þessari dökku niðurstöðu. Það að lesskilningi hraki verður vitnisburður þess að það syrtir í álinn heilt yfir.

Koma þessar fregnir sem nokkuð reiðarslag eftir uppbyggingu í skólamálum á undanförnum árum, en vel hefur verið unnið víða í málaflokknum. Stærðfræðiþekkingin hlýtur að vera mesta áfall okkar þegar að litið er yfir námsgreinar, en við erum þar á hraðri niðurleið. Það er svosem ekkert nýtt vandamál að stærðfræðiþekkingu sé kannski ábótavant en það hlýtur að teljast áfall að sjá niðursveiflu af þessu tagi.

Við höfum markað okkur sess sem lestrarþjóð, þar sem lykilatriði hefur jafnan verið að lesa mikið af bókum og lesturinn hefur verið okkar helsta lykilstoð að mjög mörgu leyti. Það að lestrarkunnáttu barna á lokastigum grunnskóla hraki umtalsvert eru dökkar fregnir og hljóta að leiða til þess að við hugsum um það á hvaða leið við erum eiginlega.

Við þurfum að hugsa okkar ráð í kjölfar þessarar niðurstöðu. Það getur varla talist annað en lykilmál til að taka á að ungmenni landsins séu með lélegan námsárangur og lestrarkunnáttu þeirra hraki. Það verður áhugavert að sjá hvernig að yfirmenn menntamála taki á þessari niðurstöðu.

mbl.is Staða Íslands versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég segi í mínu bloggi, þegar ég tók svona könnun lærði ég ekkert fyrir og fyrir vikið gekk mér ekkert ofboðslega vel. Samt er ég að fara útskrifast á 3 árum í framhaldsskóla og með 8,8 í meðaleinkunn úr grunnskóla. Þessi könnun segir ekki allt.

Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

"Uppbygging í skólamálum" er marklaus ef hún er ekki gerð með hagsmuni nemenda í huga.   Það er sitthvað að dæla peningum í málaflokka og að fá þá til að skila virkni.  Það er lennska við umræðu hérlendis að mæla gæði hjá hinu opinbera í fjárframlögum og stöðugildum.  Þingmenn þannig í sífellu og ýmsir hagsmunaaðilar sem hafa hagsmuni af því að velta í málaflokknum aukist. 

Umræða hérlendis er stöðnuð.  Við, almenningur, látum stjórnmálmenn hugsa fyrir okkur aftur og aftur.  Það þarf hugarfarsbreytingu hjá almenning og hann verður að skilja grasrótin erum við ekki stjórnmálamenn.  Steingrímur Joð, Þorgerður Katrin, Guðni Ágústsson  eru ekki grasrótin - óh nei.

Að mínu mati er lausins sú að losa skólakerfið útr viðjum miðstýringar stjórnmálamanan sem þykjast vita allt alltaf og koma þessum rekstri til einstaklinga og félagasamtaka sem reka skóla á non-profit grunni í bland við hið opinbera kerfi.  Þá mun okkur farnast betur.  Norðurlandaþjóðir eru mun duglegri við þetta og opnari en hin íslenska þjóðarsál sem er að tortíma öllu frumkvæði innan hins ríkis- og sveitarsjórnarvædda kerfis.

Látum til okkar taka.

 Kv Sveinn 

Sveinn Valdimar Ólafsson, 4.12.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn fjallaði um þetta hér fyrir nokkrum dögum og hefur litlu við það að bæta.  Þessar fréttir koma engum á óvart sem fylgist með því ófremdarástandi sem er í skólum landsins.

Púkinn, 4.12.2007 kl. 13:45

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Það er engin könnun heilög svosem. En samt þetta eru alvarlegar fregnir, sem þarf að vinna úr og taka til athugunar. Það er ekki hægt að sofa þessa niðurstöðu af sér.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.12.2007 kl. 14:10

5 identicon

Þetta er í sjálfu sér ekkert "vandamál" . Gætið þess að tölfræði er varhugaverð! Mæling kostnaðar vegna menntakerfisins er há vegna tveggja breyta: Steinsteypuáranna (einsetning skólanna og lenging) og Ísland er yngsta þjóð í Evrópu, sem þýðir á mannamáli að hún þarf að "eyða" hlutfallslega meira í menntun. Þetta koma allt fram í fréttatímum í Noregi, Svíðþjóð og Danmörku í kvöld....ekki Íslandi. Enn og aftur ...gætið ykkar á tölfræði...já hlutfall launakostnaðar var einna minnstur á Íslandi...það gleymdist.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband