Sextán ára strákur hringir í Hvíta húsið

Ólafur Ragnar, Dorrit, Laura og George W. Bush Sagan af sextán ára íslenska stráknum sem hringdi í Hvíta húsið er óneitanlega ansi skondin. Þetta sýnir áhugaverðar glufur í öryggiskerfi og það hversu nálægt valdamesta manni heimsins hægt er í raun að komast. Það er þó ekkert nýtt að þjóðarleiðtogar verði fyrir gabbi af þessu tagi, en frægt varð t.d. fyrir nokkrum árum þegar að útvarpsstöð í Kanada gabbaði Elísabetu II drottningu með því að hún væri að tala við Jean Chretien, þáverandi forsætisráðherra Kanada.

Vífill Atlason, þessi sextán ára strákur, er sonur Atla Harðarsonar, heimspekings, og því bróðursonur Bjarna Harðarsonar, alþingismanns Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Það verður áhugavert að sjá hvernig tekið verði á hans máli af hálfu Bandaríkjamanna; hvort þetta þýði kannski að hann endi á svörtum lista til að fara til Bandaríkjanna eða tekið verði hart á því að öðru leyti. Bandaríkjamenn hafa verið últra-næmir fyrir svona nokkru frá 11. september 2001 og allar öryggisreglur verið hertar von úr viti í raun og veru.

Eðlilega vilja öryggiskarlarnir vita hvernig sextán ára skólastrákur á norðurhjara veraldar hafi fengið þetta símanúmer. Finnst samt aðallega fyndið að sjálfur forseti Bandaríkjanna hefði mögulega getað tekið símtal frá unglingsstrák héðan frá Íslandi og það framhjá öllum prótókólvenjum og siðum, símtal sem hefði verið vottað af öllum möppudýrunum í Hvíta húsinu.

mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Guðmundsson!!!! Ef þér er ekki skemmt þarftu að lifa meira. Það er ansi fjarri lagi að meiri hluta þjóðarinnar sé ekki skemmt yfir þessu, vittu til. Ef þetta veldur milliríkjadeilu (sem það gerir að SJÁLFSÖGÐU EKKI) þá vildum við ekkert með usa gera.

Ekki Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 14:31

2 identicon

Það er nú bara ekki í lagi með hausinn á þér Jón Guðmundsson!! Mikið voðalega hlýtur þú að taka lífinu alvarlega! Slakaðu nú aðeins á...
Auðvitað verður þetta engin milliríkjadeila...ertu ekki að grínast! hehehehhe
Og að þú með þessari færslu þinni teljir þig til "skynsamari hluta þjóðarinnar"? Mér finnst það ekki skynsemi að halda að svona nokkuð valdi milliríkjadeildu..hahaha það er bara barnaskapur.

Hress (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:13

3 identicon

Ef ég man rétt þá gekk númerið í hvíta húsinu á milli hér fyrir nokkrum árum, í kringum 2000. Í áttunda bekk prófuðum við nokkur að hringja til að sannreyna að númerið væri þar, en ég gugnaði þegar ég lenti á símsvara "you have reached the White House". En þetta var allt fyrir 11.september, svo þau hafa nú líklega hert öryggisgæsluna síðan þá...:)

Dísa (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:28

4 identicon

Ég verð að segja að þetta er fyndið.  Á hinn kantinn ef þetta væri minn 16 ára sonur væri ég ekki par hrifinn, að vera fyndið er ekki það sama og að vera OK þó svo að ekkert illt hafi verið meint með þessu.  Það er gleðilegt að vita að nafn Ólafs Ragnars opnar dyr í Hvíta Húsinu og að hann hafi svo góðan aðgang.  Mér finnst hins vegar skrýtið af forsetaembættinu að segja ekkert um málið svo sem að tala um virðingu fyrir forsetaembætti Íslands og forsetanum og að villa á sér heimildir sem forseti Íslands sé ekki vel þegið, hvort sem þeim er skítsama eða ekki.

Ekki öfunda ég Vífil ef hann vill einhvern tíma heimsækja BNA.  Hann hættir á sérstaklega gestrisnar móttökur hjá Department of Homeland Security (Innflytjendaeftirlitið) með "náinni og vingjarnlegri" skoðun.  Þá hefur fyndnin farið heilan hring og verður grátbrosleg......

Anton

Anton (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:28

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Flottur þessi rauði kjóll sem Dorrit klæðist í boði hjá. Bandarísku forsetahjónunum. Ég nota sömu fatastærð og íslenska forsetsfrúin og þess vegna spyr ég...Er kjóllinn til sölu?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 19:15

6 identicon

Guðrún, þú getur prófað að hringja uppá Bessastaði, eflaust auðveldara en að hringja í Hvíta húsið..;)

Benedikt (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband