Þorsteinn Davíðsson til Akureyrar

Það eru gleðifregnir að Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra, hafi verið skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hér á Akureyri. Það verður mikill fengur fyrir okkur að fá Þorstein norður yfir heiðar. Þorstein hef ég þekkt í fjölda ára, kynntumst fyrst sumarið 1996 þegar að hann var að vinna við forsetaframboð Péturs Kr. Hafstein, en ég lagði því lið hér á Akureyri, og við vorum auðvitað báðir mjög virkir í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins um nokkurt skeið.

Hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum að Þorsteinn ætti eftir að flytjast norður en hann er sannarlega boðinn velkominn í fjörðinn fagra. Óska Þorsteini til hamingju með embættið.

mbl.is Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott að fá óháða og trúverðuga dómara í hérað..

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju!

Heidi Strand, 20.12.2007 kl. 18:46

3 identicon

Tek undir með þér Stebbi og JIC. Það er gleðiefni að fá trúverðugan og hæfan dómara hér við embættið. Þessi nýskipaði dómari mun hljóta trausts almennings. Augljóst að hæfasti maðurinn fékk embættið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott ef allir eru glaðir. Vona að honum gangi vel í starfi og standi sig vel. Það verður örugglega fylgst vel með honum. Kær kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér líst nokkuð vel á kauða. Það er eflaust þungur kross fyrir hann að bera að vera sonur pabba síns en það hefði verið mun heppilegra ef hann hefði verið óumdeildur. Vonandi á hann eftir að sanna sig.

Sigurjón Þórðarson, 20.12.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju aftur

Heidi Strand, 20.12.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Æi Stefán...enn raðar Sjálfstæðisflokkurinn lítt hæfum umsækjendum upp fyrr þá sem hæfari eru....flokksskírteinið ræður för... frekar þreytt ég verð að segja það

Sennilega er viðhorfið... nógu gott fyrir landsbyggðarlýðinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.12.2007 kl. 07:11

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er alveg sannfærður um að réttur maður var valinn og hann á örugglega eftir að standa sig mjög vel.

Til hamingju Þorsteinn.

Óðinn Þórisson, 21.12.2007 kl. 08:35

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Þorsteinn er eflaust besti drengur...en burtu með matsnefndir, þær eru neyðarlegar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband