Margrét og Guðrún segja skilið við F-listann

Ólafur F. og MargrétEftir vendingar síðustu klukkutíma þarf það ekki að koma að óvörum að Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir hafi ákveðið að segja skilið við F-listann og taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og F-lista sem tekur við völdum á fimmtudag og afþakki nefndastörf í nafni hans. En það er þeirra ákvörðun.

Það er öll teikn á lofti um það að valdabrölt vaki fyrir Margréti Sverrisdóttur, sem hefur horft til Samfylkingarinnar með augljóslega áberandi hætti eftir að hún varð forseti borgarstjórnar í nokkrar vikur eftir myndun hins fallna vinstrimeirihluta. Sögusagnir hafa líka verið um sífellt versnandi samstarf hennar og Ólafs F, sem ég rakti í færslu hér fyrr í dag, eftir því sem heyrst hefur úr ólíkum áttum. Sú saga er stórmerkileg og eðlileg að skrifuð sé niður til að munað sé eftir henni. Hún passar vel við á þessum degi, eftir allt sem gerst hefur.

Miðað við það að F-listinn fær nú borgarstjórastól og lykilmál sín niðurnegld í málefnasamningi í samstarfi við stærsta flokk borgarstjórnar Reykjavíkur vekur athygli að Margrét og Guðrún yfirgefi F-listann. Það verður áhugavert að sjá hverjar málefnaáherslur þær eru og verða, en það segir mér svo hugur að fyrst og fremst hafi Margrét verið til í að svíkja eitt helsta kosningamál F-listans, sem er eins og allir vita flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Það er það mál sem tryggði þeim borgarfulltrúa 2002 og 2006, eins og allir vita.

Staða Margrétar Sverrisdóttur hefur rokkað frá því að vera stjörnuvæn, í að vera vonlaus og björt með því að ná valdasess nokkrar vikur á stormasömum vetri í borgarmálunum. Ár er síðan að hún tapaði fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í frjálslyndu varaformannskjöri - síðan hefur henni mistekist að komast á þing en reis úr því mikla pólitíska áfalli með því að verða fyrsti varaborgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkurborgar sem kjörin var forseti borgarstjórnar og fékk einkabílstjóra og embættisbifreið.

Nú afþakkar hún að vinna með leiðtoga sínum sem borgarstjóra í Reykjavík og vinna að málefnaáherslum hans. Það er von að spurt sé hvað taki við hjá henni. Er ekki Samfylkingin næsta stoppistöð hennar?


mbl.is Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvort sem hún fari í Samfó eða eitthvert annað, verður það ekki strax. sem 1. varaborgarfulltrúi fyrir Óla setur hún hann í þá stöðu að hann má vart fá meira en kvefpest. þá er meirihlutinn í húfi. ekki skemmtileg staða fyrir meirihlutann.

Brjánn Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 15:56

2 identicon

Ömurleg staða. Þó ég sé helblár og svo sem ánægður með að "minn" flokkur sé aftur við stjórnvölinn þá er þó staða Reykvíkinga, óvissa og óöryggí, óásættanlegt. Það að einungis velti á einum aðila hvort borgarstjórn haldi velli eða ekki er auðvita bilun. Munum við sjá jójó effect þegar Ólafur er fjarverandi og Margrét sprengir meirihlutann... svo kemur Ólafur aftur og meirihlutinn verður aftur endurreistur...  Óþolandi ástand.

Það eina rétta sem allir sem að borgarstjórn koma, stjórn og fulltrúar, er að leggja niður það sem nú er viðhaft og efna til nýrra borgarstjórnarkosninga. Þá fyrst gæti skapast smá friður um störfin og stefnur og borgarar geta verið í nokkurri vissu. Einhverjir verðar fúlir en aðrir glaðir en þannig er það nú bara. Jójó effectin gera hinsvegar alla fúla.

Bunki (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Stefán og aðrir.

Það væri gaman ef einhver lögfróður gæti svarað þessu:

Ef Ólafur F. Gengur í Sjálfstæðisflokkinn getur hann þá farið í frí og varafulltrúi sjálfstæðisflokksins komið inn fyrir hann?

Einhver var að nefna þetta á blogginu. er þetta hægt? 

Fannar frá Rifi, 22.1.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Fannar: Nei, það er ekki hægt. Sætið er í nafni F-listans, sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Það er því ljóst að Ólafur F. situr í nafni þess lista og varamaðurinn er þeirra líka. Annars er skondið að sama fólk og varði fyrri meirihluta og völdu varamann sem forseta borgarstjórnar segi stöðu Ólafs F. óljósa. Hann hefur afgerandi umboð, kjör úr kosningum og situr í því sæti sem hann var kjörinn til af borgarbúum beint.

Brjánn: Hún er klárlega pólitískt landlaus hún Margrét, þarf að finna sér annan bás. Það er hún að gera með þessari ákvörðun tel ég. Samfylkingin er langlíklegasti valkosturinn, það var meira að segja talað um að henni hefði verið boðið fimmta eða sjötta sæti í rvk hjá Sf fyrir síðustu þingkosningar, eftir tap hennar fyrir Magnúsi Þór. Miðað við þær heimildir sem ég hef úr baklandi F-listans er öruggt að hún var farin að horfa þangað fyrir fall meirihlutans og hún fari þangað fyrr en síðar.

Bunki: Auðvitað er þetta ekkert ákjósanleg staða. En svona fór þetta. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta og er í þeirri stöðu að þurfa að semja við aðra til að fá einhverju ráðið. Það er ekkert nýtt við þá stöðu. En kannski má segja að það hafi verið ljóst að með því að flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta að þá væri opið á ítalskt pólitískt neyðarástand. En vonandi helst þetta til kosninga, enda er öllum ljóst að það er aðeins kosið á fjögurra ára fresti.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 17:13

5 identicon

Þetta er meira bullið, það á bara að slíta þessu bulli og láta kjósa aftur, það er greinilega alltof mikil ólga í borginni. Ég segi eins og amma að það er frekar verið að hugsa um völd heldur en fólkið í borginni. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta, þetta er gengið út í öfgar.

En allavega, ég bið að heilsa öllum úr vindrassgatinu RVK

Ólöf (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ólöf það er ekki hægt að boða til Sveitarstjórnarkosninga eða í þessu tilfelli borgarstjórnarkosninga. 

Þegar Reykvíkingar gengu til kosninga fyrir tveimur árum kusu þeir til fjögura ára og þeir sitja upp með fulltrúa sína í fjögur ár. Þú verður að bíða til 2010 til að kjósa aftur. 

ekki verður allavega boðað til Alsherjar sveitarstjórnarkosninga um allt því Reykvískir sveitarstjórnarmenn deila sín á milli. Ættu þá önnur sveitarfélög rétt á því sama? 

Fannar frá Rifi, 22.1.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Rétt Fannar.

Rangt Bjarni - hún treysti á að Ólafur F. myndi ekki koma til baka og hún myndi geta leitt mál áfram með sínum hætti. Hún ætlaði sér aldrei að gera flugvallarmálið, lykilmál F-listans, að baráttumáli en það gerir Ólafur F. nú. Hún vildi að hann sýndi læknisvottorð er hann sneri aftur og var ósátt við að þurfa að hætta sem forseti borgarstjórnar. Á þessu máli brast samstarf þeirra. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Hún ætlaði sér að stjórna F-listanum þó að hún væri ekki kjörinn aðalfulltrúi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 18:00

8 identicon

En hvað þá með ef þessi nýi meirihluti "springur" og staðan verður slík að allir telja hina aðilana vera búna að svíkja sig og engin nær samstöðu. Burtséð frá sveitarstjórnarlögum þá er líka ólöglegt að hafa enga starfandi sveita/borgarstjórn. Þá er ekki annað hægt en að kalla til nýrra kosninga... eða hvað? Má borgin sigla skipstjórnarlaus út kjörtímabil ef aðilar ná ekki saman? Það hljóta að vera einhver úrræði þegar að slíku kemur.

Bunki (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:14

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Borgarfulltrúarnir verða að koma sér saman. Reykvíkingar kusu alla þessa aðila og sitja uppi með þá í 4 ár. Þeir verða að koma sér saman með einum eða öðrum hætti.

Annars er bara að vonaað það verði ekki meiri svona læti það sem eftir lifir kjörtímabilsins.  

Fannar frá Rifi, 22.1.2008 kl. 19:42

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Bunki: Kjörtímabilið er fjögur ár. Það eru engar skyndikosningar leyfðar eða rof á störfum borgarstjórnar, nema þá hreinlega að hún fari á hausinn og ráðuneytið taki yfir vald hennar með lögboði. Þess á milli verða menn að koma sér saman. Umboðið er fjögur ár, sama hversu stjórnleysið er mikið er skylda kjörinna fulltrúa að koma sér saman.

Fannar: Góðir punktar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 21:00

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það hefur legið fyrir í þónokkurn tíma að Margrét er á leið í Samfylkinguna.  Undanfarna mánuði hefur þetta verið svo augljóst að það hefur alls ekki verið spurning um hvort heldur hvenær.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband