Markús Örn settur yfir Þjóðmenningarhúsið

Markús Örn Antonsson Það eru merkileg tíðindi að Markús Örn Antonsson, sendiherra og fyrrum borgarstjóri og útvarpsstjóri, sé á heimleið frá Kanada og hafi verið settur yfir Þjóðmenningarhúsið. Þar kemur til samkomulag tveggja ráðuneyta, þar sem Markús Örn er sem sendiherra starfsmaður utanríkisráðuneytisins en fer nú í verkefni af hálfu forsætisráðuneytisins.

Það kemur varla í sjálfu sér að óvörum að Markús Örn sé á heimleið frá störfum sínum í Kanada síðustu þrjú árin, en ég hélt að hann myndi þó verða sendiherra fram að eftirlaunum. Það líður að því hjá Markúsi Erni, en hann verður 65 ára í vor. Það verður áhugavert að sjá hvaða sendiherrakapall fer af stað fljótlega, en búast má við miklum breytingum. Það verður í fyrsta skipti sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun hafa áhrif á skipan sendiherra.

Markús Örn hefur lítið sem ekkert verið í fréttum hér heima síðustu þrjú árin. Hann fór þó úr sviðsljósinu eftir mikinn hvell, en segja má að hann hafi yfirgefið útvarpshúsið í Efstaleiti stórlega skaddaður eftir umdeilda skipan hans á Auðuni Georg Ólafssyni sem fréttastjóra útvarpsins í mars 2005. Hún leiddi meðal annars til þess að nær allir starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu yfir vantrausti á Markúsi Erni. Þó að fréttastjórinn hafi aðeins starfað í einn dag að þá var andrúmsloftið breytt og innan við tveim mánuðum síðar hafði hann verið skipaður sendiherra í Kanada.

Annars hefur Markús Örn alltaf verið áberandi og í sviðsljósi umfjöllunar. Hann varð borgarfulltrúi í Reykjavík ungur að aldri árið 1970, eftir stuttan feril sem fréttamaður Sjónvarps, og gegndi þeim störfum í fimmtán ár og var þar af forseti borgarstjórnar síðustu tvö árin, áður en hann var skipaður útvarpsstjóri í stað Andrésar Björnssonar. Það kom mörgum að óvörum þegar að hann var valinn sem málamiðlun eftirmaður Davíðs Oddssonar á borgarstjórastóli eftir átök innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Þrátt fyrir að Markús Örn hafi verið vel kunnugur borgarmálunum eftir fimmtán ára störf áður sem borgarfulltrúi í Reykjavík var staða hans sem borgarstjóra undarleg. Það hafði aldrei gerst áður að Sjálfstæðisflokkurinn veldi borgarstjóra utan borgarstjórnarflokksins og sagan sýndi vel að það reyndist ekki vel. Markús Örn sagði af sér embætti borgarstjóra í mars 1994, 80 dögum fyrir kosningar, skv. könnunum þá stefndi í afhroð fyrir Sjálfstæðisflokkinn gegn nýstofnuðum R-lista. Þrátt fyrir breytingar var tap ekki umflúið.

Þjóðmenningarhúsið er vönduð stofnun, merkileg starfsemi þar sem ég hef haft gaman af að kynna mér. Markús Örn hefur víðtæka reynslu eftir langan útvarpsstjóraferil og sem stjórnmálamaður. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum gangi þar. Friður hefur ríkt yfir Þjóðmenningarhúsinu eftir frægt hneykslismál þegar að Guðmundur Magnússon, blaðamaður, hrökklaðist frá störfum þar sem forstöðumaður árið 2002. Vonandi verður svo áfram.

Það kemur mér samt að óvörum að Markús Örn sé sóttur heim fyrir starfslok til þessa verkefnis, en það er varla hægt að segja annað en að hann hafi víðtæka reynslu til þess.

mbl.is Markús Örn skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér þetta virkilega vera tíðindi? Þetta er bara enn eitt ráðningarbullið hjá sjálftökuflokknum

Valsól (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er verið að færa Markús Örn milli ráðuneyta, hann fer úr einu verkefni í annað. Annars er mjög stutt í að Markús Örn fari á eftirlaun. Það eru fimm ár í það hámark. Annars myndi ég miklu frekar fara að fylgjast með sendiherrakapal Ingibjargar Sólrúnar. Það eru fleiri sendiherrar að hætta og þar stefnir í nokkrar breytingar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.2.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er ekki þarna komin smuga til að frelsa Vilhjálm frá villu síns vegar. Flokkarnir hljóta að geta dílað með það, ég klóra þér þá klórar þú mér... etc... etc...

Gísli Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er vissulega glufa, en það eru fleiri póstar að losna. Sendiherrastaðan í París losnar t.d. síðar á árinu og svo mætti lengi nefna. Það er mikill sendiherrakapall framundan hjá Ingibjörgu Sólrúnu, hún hefur ekki áður skipað sendiherra en nú stefnir í hið minnsta hringekjusnúning að hennar vali og þar koma nokkrir nýjir inn. Það hljómar fjarstæðukennt að ISG muni ekki setja þar inn samfylkingarfólk. Allir utanríkisráðherrar hafa horft í eigin flokk í svona kapal. Spennandi hvað verður um Villa, já.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.2.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Var ekki búið að gefa yfirlýsingu um að ekki yrði skipað í nýjar sendiherrastöður á næstunni?  Sendiherraskipanir fyrrum utanríkisráðherra hefðu verið svo yfirdrifnar, að dygði til 2015-2020!

Auðun Gíslason, 13.2.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Voru ekki skriffinnarnir að kvarta núna um árið vegna þess að þeir fengju aldrei að verða sendiherrar?

Mín skoðun er þessi: Sendiherrar eru pólitískir og af því leiðir að þeir eru pólitískt skipaðir. Ég get ekki trúað því að sendiherrar ISG verði eitthvað verri heldur en sendiherrarnir hans Halldórs. 

Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðun: Það eru nokkrir sendiherrar að komast á aldur og svo er hefð að rótera til á básum. Það fer sendiherrakapall af stað síðar á árinu.

Fannar: Nákvæmlega, tek undir hvert orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.2.2008 kl. 23:48

8 identicon

Er flokkurinn haldinn einhverri sjálfseyðingahvöt þessa daganna

Fyrst Vilhjálmur og villta Rei málið

Síðan Árni Matt og ættarveldið í dómstólanna

Þá kemur aftur hægt spilaður  í slow motion Vilhjálmur og villtu rei sauðirnir

Baka til er sýnt í kjallarann hjá valhöll þar sem Hanna Birna og Gísli Marteinn laumast út eins og í lélegri Bmynd

Þá koma fjandans Fjölmiðlarnir og fara að spyrja Treystir þú honum?

Já að sjálsögðu ef hann öðlast traust borgarbúa  en hann þarf andrými

Slyldi ekki verða auðveldari ákvarðannatakan hjá Vilhjálmi og staða hans gagnvart almenningi ef að samstarfsmenn kæmu hreint fram og lýstu yfir andstöðu eða stuðningi  ??

Síðan er Geir að ráða Markús Örn án auglýsingar í Þjóðmenningarhúsið

Bull

Hefði hann ekki getað notað Júlíus Hafsteinn Sendiherra íslands á Hverfisgötunni (eitt af síðustu verkum bláu handarinnar að krýna hann sem sendiherra íslands á íslandi) 

Sæmundur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ÆÆ... þetta var ekki góður gjörningur... maður sem er búinn með alla innstæðu og lifir á flokksspenanum með alla hluti..

Jón Ingi Cæsarsson, 14.2.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband