Sigríður Anna Þórðardóttir verður sendiherra

Sigríður Anna ÞórðardóttirIngibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, skipaði í dag Sigríði Önnu Þórðardóttur, fyrrum umhverfisráðherra og alþingismann Sjálfstæðisflokksins, sem sendiherra frá og með 1. júlí að telja. Miklar breytingar eru framundan á skipan sendiherra - einn mun láta af störfum á þessu ári en fimm til sjö á næsta ári, svo að bráðlega mun Ingibjörg Sólrún því skipa fjölda sendiherra í utanríkisþjónustunni.

Mér fannst eftirsjá af Sigríði Önnu sem ráðherra þegar að hún varð að víkja vegna hrókeringa í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar að Halldór Ásgrímsson gafst upp og hætti í íslenskum stjórnmálum, sagði sig frá embætti forsætisráðherra sem hann náði aldrei að ráða vel við. Þá ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að sætta sig við að láta ráðuneyti af hendi til Framsóknarflokks, sem þá logaði í innri ólgu vegna hrókeringanna.

Sigríður Anna stóð sig vel sem umhverfisráðherra og fannst mörgum sjálfstæðismönnum það súrt þegar að hún varð að víkja fyrir Jónínu Bjartmarz. Hún ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum og gaf ekki kost á sér í síðustu alþingiskosningum. Með Sigríði Önnu eru skipaðir tveir nýjir sendiherrar; Gréta Gunnarsdóttir og Þórir Ibsen, sem verið hafa sviðsstjórar í utanríkisráðuneytinu.

Ekki eru þó sendiherrahrókeringarnar yfirstaðnar með því, en fyrirséð er eins og fyrr segir að allt að fimm nýjir sendiherrar verði skipaðir að auki af Ingibjörgu Sólrúnu innan árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég verð því miður að segja að ekki finst mér mikil eftirsjá af henni sem ráðherra.

Mér þótti heldur ekki eftirsjá af henni þegar hún hætti sem kennari.

Ég var reyndar einn af nemendum hennar, mun ekki tjá mig meir um það...

Ólafur Björn Ólafsson, 10.3.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband