Alvarleg mistök - verður Lára rekin af Stöð 2?

Lára Ómarsdóttir Láru Ómarsdóttur, fréttamanni, urðu á alvarleg mistök í gær þegar að hún hvatti til þess að eggjum yrði kastað í lögguna, án þess að vita að hún væri í beinni. Lára á að sjá sóma sinn í að segja upp, ella verða rekin. Svona vinnulag er ekki boðlegt á fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega. Ef ekki verður tekið á svona megaklúðri fréttamanns að þá er fréttastofan sem hefur svona fólk á sinni vakt að gengisfella sig.

Eitt er að taka myndir af vettvangi og lýsa aðstæðum, annað að missa sig í vitleysunni á staðnum og missa dómgreindina. Lára missti dómgreindina með framgöngu sinni í gær og hefur slúffað sínum trúverðuleika algjörlega.

Ætlar fréttastofa Stöðvar 2 að láta trúverðugleika sinn sökkva með Láru?

mbl.is Gáfu ekki lagalegar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Austfjörð

Það er ekki spurning að hún á að fjúka. það er að mínu mati allt of seint að bjarga trúverðugleika fréttastofu stöðvar 2, en Lára á að víkja

Ævar Austfjörð, 24.4.2008 kl. 14:41

2 identicon

Hún fær aðvörun eins og lögreglumaðurinn sem notaði lögreglubílanna í forgagnsakstri í einkaerindum a.m.k. finnst mér að mál þeirra beggja sambærilegt.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Snorri Bergz

Hún verður "seld" í "makaskiptum" yfir á útvarpsfréttir RUV. Standarinn myndi hækka á báðum stöðum.

Snorri Bergz, 24.4.2008 kl. 14:48

4 identicon

Heyrði líka í viðtali við hana á Bylgjunni þar sem hún var á staðnum (Suðurlandsvegi). Hún var spurð af útvarpsmanni hvort vöruflutningabílstjórar hefði sýnt af sér einhverja ógn við lögreglu. Lára segir nei alls enga ógn. En segir svo í næstu andrá, ekki nema það megi túlka sem ógn að halda bareflum á lofti. Bíddu halló... Er hún að meina þetta eða. Svo höfðu borist af því einnig fréttir nokkru áður að grjóti hefði verið kastað í höfuð eins lögreglumanns á vettvangi. Vera má að hún hafi ekki vitað af því á þeirri stundu. En svo er hún spurð aftur af útvarpsmanni hvort að vöruflutningabílstjórar eða aðrir á vettvangi væru að ógna lögreglu á einhvern hátt. Og Lára svara því þvert neitandi. En segir svo, ekki nema kalla megi það ógn að kasta eggjum í þá. Á þessum tímapunkti var manni skapi næst að hringja í fréttastjóra Bylgjunnar. Að kasta eggjum í lögregluþjóna jafngildir að sjálfsögðu árás gegn þeim. Sama hvort um egg eða grjót er að ræða. Og það sem meira er þá er það brot gegn valdstjórninni. Sem er vissulega nokkrum skrefum lengra en "ógn". Þetta er nú allt ritað niður eftir minni og eflaust má finna þetta viðtal á Bylgjan.is. Mitt álit er að manneskja á fréttamiðli eigi að segja fréttirnar hlutlaust, eða allt að því, en ekki láta aðstæðurnar hlaupa með sig í gönur. Þessi fréttamaður sýndi að mínu mati mikið dómgreindarleysi í sinni frásögn og þyrfti í það minnsta að svara fyrir það, ef almenningur á nú að hafa einhverja "tiltrú" á honum.

Lifið heil..

J. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þeir einu sem eiga að segja af sér eru lögreglumennirnir sem viðhöfðu aðvarleg skrílslæti, úðuðu vegfarendur með piparúða ásamt því að öskra á fólkið, afskræmdir í andlitinu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:39

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Auðvitað verður hún ekki rekin, ekki mun hún segja af sér og fréttastofa stöðvar 2 mun ekki fjalla um þetta. 

Lára yrði meiri fyrir það að viðurkenna afglöp í starfi og segja af sér.

Óðinn Þórisson, 24.4.2008 kl. 15:40

8 Smámynd: Gunna-Polly

enda voru vöruflutningamenn ekki að ógna lögreglunni ,það var hópur af unglingum sem voru að kasta eggjum að áeggjan fjölmiðlamanna

Gunna-Polly, 24.4.2008 kl. 15:44

9 identicon

Lára segist hafa verið að grínast http://www.dv.is/frettir/lesa/7938

Ekki vera svona húmorslaus

ari (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir sumarkveðjurnar. Óska ykkur öllum gleðilegs sumars.

Þetta er mjög alvarlegt mál og er ekki neitt gamanmál. Þarna er spurt um trúverðugleika fréttastofu Stöðvar 2.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.4.2008 kl. 17:03

11 identicon

Hvað læti eru þetta? Svona vinnubrögð eru vel þekkt á Stöð 2 og hafa viðgengist með einhverjum hætti í áraraðir. Þessi Lára er bara fylgja vinnureglum stöðvarinnar.

Listinn yfir fréttamenn sem ætti að segja upp er þegar orðinn ansi langur að mínu mati. Því mér finnst fréttamennska hér á landi einkennast aðallega af metnaðarleysi og heigulsskap. Hvort að Lára eigi heima á þessum lista skiptir mig engu máli. Hún er hvorki betri eða verri en hinir fréttasnáparnir.

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:05

12 identicon

Nei það er ekkert alvarlegt við að grínast, þvert á móti þá er það einmitt það óalvarlegasta sem maður getur gert. Ég hefði eflaust grínast m. það sama hefði ég verið í sporum Láru. "Comic relief" í alvarlegum aðstæðum er algengt til að fólk reyni að slappa betur af. Margur "hehe" húmorinn er alvarlegur á prenti en ekki í raunaðstæðum.

ari (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:07

13 Smámynd: Bumba

Sæll frændi, enn og aftur gleðilegt sumar. Þetta er nú meira ofstækið allsstaðar. Hvernig stendur á því að fólk getur ekki hagað sér nokkurn veginn sæmdarlega. Fjölmiðlafólk á ekki að láta skoðun sína í ljós í útsendingum, það er hvergi í hinum siðmenntaða heimi. Með beztu kveðju.

Bumba, 24.4.2008 kl. 22:32

14 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Árásin á Kirkjusandi. 

Tókstu eftir hvatningarhrópum vörubílstjóranna sem voru staddir á planinu til árásarmannsins í upphafi árásarinnar?  Það mætti endurtaka sýningu upptökunnar og hafa hljóðið þá aðeins hærra!  Ég mana sjónvarpsstöðina sem á myndbandið að gera það.

Ætli að Lára Ómarsdóttir hjá Stöð 2 hafi átt einhvern þátt í árásinni og hvatningarhrópunum?  Neeeei.  Hún segir að hún hafi bara verið að grínast varðandi eggjakastið.  Það gerir jú fólk í þessari stöðu á svona stundum.  Kannski er hún bara að "segja satt" eins og Sturla þegar hún ber þetta af sér?  Þar hafið góðan stuðningsmann.

Sigurbjörn Friðriksson, 24.4.2008 kl. 23:11

15 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Ég vil gefa henni séns. Þetta hefur eflaust verið aulahúmor hjá henni.

Gísli Birgir Ómarsson, 25.4.2008 kl. 00:58

16 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðilegt sumar.  Æji hvað ætti hún að þurfa að segja af sér ?? Hvað hafa ekki stjórnm´laamenn sumir gert og ekki sagt af sér?? Ef að þetta er aðalmálið í þessum mótmælum hvað konugreyjið missti útúr sér (greinilega húmoristi)þá finst mér þetta orðið ansi dramatískt.  Mér brá samt er ég sá sjónvarpsmyndirnar því mér fanst sem að það væri runnið eitthvað æði á lögreglumenn er hrópuðu GAS GAS.    Hélt fyrst að þetta væru mótmælendur að orga í sínum trillingi ef satt skal segja . en nei þá var þetta yfirvaldið, mér datt í hug geðsjúkt fólk eða eitthvað verra.....sorry

Erna Friðriksdóttir, 25.4.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband