Ungmenni feta í fótspor atvinnubílstjóranna

Mótmæli ungmenna Ekki er það nú gáfulegt að ungmenni feti nú í fótspor bílstjóranna og blokkeri umferð. Hver er tilgangurinn? Ekki nema von að spurt sé. Ungmenni voru áberandi við mótmælin við Rauðavatn í fyrradag og voru þar mun meira áberandi við eggjakast en bílstjórar og þeir sem hafa fylgt þeim í mótmælunum. Undir lokin varð þetta eins og skrípaleikur.

Sýnist að flestir séu orðnir langþreyttir á mótmælum bílstjóranna. Þeir hafa reyndar klúðrað þeim sjálfir með sínu verklagi síðustu dagana og talsmaður þeirra hefur slúffað þeim alveg hjálparlaust. Svolítið sérstakt er að sjá ungmenni landsins leggja þeim lið núna, en varla er hægt að líta á þetta nema sem móralskan stuðning við bílstjóranna.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag voru nokkur ungmenni við Olís-stöðina spurð af hverju þau væru að kasta eggjum. Ein stelpan sagði að það væri bara stemmning í þessu og var greinilega ekki mjög kjaftstopp þegar að leitað var eftir alvöru ástæðum. Þetta leit út eins og sport fyrir þeim. Enda var þetta komið út í stjórnlaust rugl, sannkallaðan skrípaleik. 

Væri gaman að vita fyrir hverju ungmennin eru að berjast með mótmælastöðu sinni. Eru þau bara að tjilla út á föstudegi eða eru þau að leggja fram móralskan stuðning við Sturlu og félaga?

mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband