Skjálftadagurinn mikli á Suðurlandi

Skemmdir í skjálftanum Þetta var dagur hinna stóru tíðinda á Suðurlandi í gær. Eðlilega er fólk í losti á þessu svæði eftir hinn mikla Suðurlandsskjálfta. Innbú fólks á svæðinu, sérstaklega á Selfossi og í Hveragerði, er illa farið og tekur sinn tíma að ná áttum eftir svo mikið áfall, sem hefur svo mikil áhrif. Var alveg sláandi að sjá skemmdirnar í húsunum í fréttatímum kvöldsins.

Ólafur Ragnar og Dorrit voru til fyrirmyndar í að fara á svæðið og tala við fólkið. Eitt veigamesta hlutverk þjóðhöfðingja er að hugsa um fólkið og tala til þess, láta sér annt um það og sýna því hlýhug. Það gerðu forsetahjónin í gærkvöld og mér fannst þau standa sig vel í því að fara strax á svæðið og sýna nærveru sína svo skömmu eftir jarðskjálftana. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Geir Haarde, forsætisráðherra, stóðu sig líka vel í viðbrögðum sínum við náttúruhamförunum.

Sá viðtalið þegar að Sigmar Guðmundsson labbaði með Kjartani Ólafssyni, alþingismanni, um heimili hans á Selfossi. Þar var fátt ef nokkuð heillegt og allt á rúi og stúi og gott dæmi um það hversu mikið skemmdist af innanstokksmunum og persónulegum hlutum fólks. Erfitt að ímynda sér hversu mikið áfall það sé í raun og veru að koma að heimili sínu svona og er áfall út af fyrir sig, burtséð frá því sjokki að upplifa náttúruhamfarir. Getur enginn sett sig í þau spor nema þeir sem upplifa það.

Mér fannst Ríkissjónvarpið standa sig frábærlega í útsendingu sinni á áttunda tímanum í gærkvöld og færa okkur atburðarásina og stöðuna á svæðinu vandað og yfirvegað mitt í öllum þeim hamagangi og geðshræringu sem óhjákvæmilega fylgir þessu. Stórt hrós til þeirra á Sjónvarpinu. Vona svo að fólkið á Suðurlandi nái að byggja sitt upp aftur fljótt og vel og jafna sig á þessu áfalli.

mbl.is Ingólfsskáli eyðilagðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband