Vemma í Peking - of ljót fyrir kínverska fullkomnun

olympics beijing1Eiginlega kom það mér ekki á óvart að stúlkan sem söng við setningarathöfn Ólympíuleikanna hefði mæmað. Sú sem söng í alvöru þótti víst ekki vera nógu falleg fyrir fullkomnunaráráttuna sem einkenndi hátíðina. Vissulega var hátíðin falleg og vel gerð, en mér fannst hún yfirmáta vemmuleg. Þessu var þrykkt framan í mann eins og eldibrandi.

Eitt er að vilja gera hlutina fullkomið og yfirvegað, annað að missa yfirsýn og gera hlutina of vel til að reyna að hjúpa allt sem að er. Kínverjar vissu að þeir þyrftu að gera magnað "show" til að heimsbyggðin myndi eina örskotsstund gleyma því að þessi mikla friðarhátíð íþróttanna væri komið með lögheimili í grimmu einræði, þar sem skoðanakúgun og valdníðsla er algjör. Því varð allt að vera yfirmáta fullkomið og við það tapaðist einlægnin sem á að vera grunnur alls.

Auðvitað var aldrei hægt að búast við að Kínverjar gætu gert þetta einlæglega. Margt var vel gert en þegar vantar sanna einlægni og notalegheit í verkið, hina traustu tilfinningu, þá verður allt annað svo væmið. Þetta er svona eins og að gúffa í sig heilli rjómatertu með yfirmáta þykku lagi af rjóma og glassúrkenndu bragði. Hún er eflaust góð en of mikið af henni fær mann til að fá ógleðistilfinningu. Sama var um þessa setningarathöfn. Allt einlægt vantaði í hana. Fannst svo toppur alls vera þegar hermenn gengu með fánann.

Annars skil ég ekki hvers vegna Ólympíuleikarnir eru haldnir þar sem einræðið er algjört og þegnar landsins barðir áfram og kúgaðir svo að þeir verða eins og líflausir tindátar. Afleitt í alla staði. Og aumingja stelpan sem söng lagið svo fallega þótti víst ekki nógu falleg, var of ljót fyrir alla fullkomnunina. Passaði ekki í heildarmyndina. Þvílíkur sýndarveruleiki. En bjuggust menn við öðru af kommadjöflunum í Peking?

mbl.is Allt í plati í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Miðað við hvað íslenska þjóðin er falleg og hve margar fallegar söngkonur eru til í hverju þorpi á Íslandi, þá finnst mér skrítið að þeir hafi ekki getað fundið eina kínverska með öllu meðal 600 milljóna kvenna til að syngja við upphaf leikanna í Kína.

En stundum ræður flokksskírteinið ferðinni. Þetta er þekkt á Íslandi líka. Ætli engar fallegar söngkonur séu í kommaflokknum í Kína? Ég þekki reyndar enga fallega konur sem er kommar. Kommasöngkonur eru flestar ljótar og líka illa innrættar og kunna ekkert að syngja.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.8.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

góð grein Stefán. Óska þér til hamingju með nýja starfið. Fljótlega eftir að ég uppgötvaði að það eru ekki allir "eldrauðir" eða öfga sinnaðir á netinu (sem ég var farin að halda) þá hverfur þú :(  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.8.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband