Glitnir þjóðnýttur - hver er staða Jóns Ásgeirs?

Glitnir Þjóðnýting Glitnis eru stórtíðindi, hin mestu í íslensku viðskiptalífi síðan ríkisbankarnir voru einkavæddir og markar þáttaskil í bankaheiminum hérlendis. Þessi endalok, þar sem ríkið bjargar stóreignamönnunum í Glitni, hlýtur að vekja spurningar um stöðu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Þrátt fyrir alla sína peninga og mikið ríkidæmi tókst Jóni Ásgeiri ekki að bjarga bankanum sínum frá þessum breytingum og yfirtöku ríkisins. Nú rétt fyrir hádegið bárust fréttir um stöðu Stoða, sem eru komin í greiðslustöðvun. Þetta er krúnudjásnið sjálft í eignasafni Baugsfeðga, eignasafnið mikla.

Svo má líta á málið þannig að Glitnir sé tekinn af Stoðum og þar með fer allt í óvissu. Stemmningin við höfuðstöðvar Stoða, sem sáust nú í hádegisfréttum Stöðvar 2, segir allt sem segja þarf og svipbrigðin á Sigurði G. Guðjónssyni einkennandi fyrir það sem er að gerast.

Hvað gerir Jón Ásgeir eftir þjóðnýtingu bankans hans?

mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er ekki búið ! Þetta er allt tengt saman og domínó áhrifin eiga eftir að koma í ljós, án þess að ég vilji endilega nefna einn mann frekar en annan.

Það verður mikið að gera á næstu dögum og vikum í þessum darraðardansi.

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er ekkert grín/og verður að taka mjög svo alvarlega/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.9.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú hlakkar vafalaust í andstæðingum Jóns Ásgeirs... fyrst þeir náðu loksins af honum bankanum sem tók hann mörg ár að eignast. Það borgar sig greinilega ekki að fara út í fjárfestingarstarfsemi á Íslandi, nema með náð og samþykki þeirra sem völdin hafa! Iss... þetta er bananalýðræði og ekkert annað Stebbi minn, viltu í ekki bara slást í hópinn með okkur hinum sem erum búin að gefast upp á þessu, og stofna alvöru hægrisinnaðan lýðræðisflokk? Eftirspurnin eftir slíku er mikil hérlendis um þessar mundir, en framboðið því miður orðið afskaplega fátæklegt!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já auðvelt að kenna öðrum um. Allt Dabba vonda að kenna.

Guðmundur. Hefur þetta ekkert að gera með það að FL group nú Stoðir og fleyri hafi farið hamförum í lántöku og yfirtökum? að menn hafi ekki kunnað sér hóf og varið óvarlega í öllu? 

Eða átti ríkið bara að gefa þeim peninga og loka síðan augunum og vona að þeir yrðu borgaðir til baka? 

Fannar frá Rifi, 29.9.2008 kl. 18:52

5 identicon

Það er jafn erfitt að gera upp á milli Dabba og Jóns Ásgeirs í þessu máli, jafn erfitt og var að gera upp á milli tveggja ónefndra einstaklinga í ákveðnum kompás þætti. Báðir hrappar í sínu sérfagi og báðir jafn siðlausir...þrátt fyrir að vera löglegir (en samt bara á Íslandi).

Jón fær þó aðeins fleiri samúðarstig hjá mér vegna þess að hann selur mér ekki jafn dýrt brauð og aðrir! Aftur á móti Dabbi er vofa sem hangið hefur yfir Íslensku þjóðlífi í áratugaraðir og vona ég að hann fari að hverfa á braut, það er að setjast í helgan stein.

Ellert (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir einn né neinn hérna. Hvorki ofdekraða fjárglæframenn né spillta pólitíkusa, fyrir mér er enginn munur á kúk og skít! Ég verð sáttur þegar hlutabréfin mín í Glitni koma inn um bréfalúguna, vona bara að Davíð og Geir beri skynsemi til að senda þau í ábyrgðarpósti því það virðist vera afskaplega hættulegt að treysta fólki fyrir pappírsverðmætum nú til dags, ekki síst þeim sem klæðast jakkafötum!

Fjárhæðin sem verið er að greiða fyrir hlut ríkisins í bankanum útleggst á um 280.000 kr. á hvert mannsbarn, og það eru peningar sem við og börnin okkar munu að sjálfsögðu þurfa að greiða í formi skattlagningar, að viðbættum vöxtum og verðbótum væntanlega. Fyrir fimm manna fjölskyldu er "fjárfesting" gærdagsins í Glitni þá samtals 1,4 milljónir sem gerir 140.000 á ári í arð með hóflegri ávöxtunarkröfu (10%), en ávöxtunarkrafa (stýrivextir) seðlabankans undir stjórn Davíðs er N.B. talsvert hærri eða 15% um þessar mundir. Þetta væru fínar aukatekjur og myndu vafalaust draga talsvert úr skuldavanda heimilanna ef "verðmætin" yrðu látin ganga beint til raunverulegra eigenda sinna (almennings). En kannski er þessum herramönnum sem hafa tekið að sér að gæta þeirra alveg sama um þessar staðreyndir málsins, og þá þurfum við borgarar þessa lands einfaldlega bara að gera okkur ferð á skrifstofur þeirra til að rukka þá!

P.S. í fréttum núna rétt áðan var sagt frá því að miðað við hækkun bréfanna í Glitni frá því í gær, er íslenska ríkið þegar búið að hagnast um 180 milljarða á yfirtökunni. Ég bíð í ofvæni eftir að fá að innleysa minn hlut í þeim hagnaði!

"Ekki hefja byltinguna án mín"  -Jesse Ventura, fv. ríkisstjóri

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband