Falskur og ósannfærandi grátkór - fríspil Samfó

Mikil dramatík er í viðtölum við Jón Ásgeir eftir að Glitnir var þjóðnýttur. Engu er líkara en reyna eigi að væla út stuðning þjóðarinnar við það hvernig komið var fyrir Glitni og reyna eigi að draga upp mynd af fórnarlambi þegar Jón Ásgeir er annars vegar. Veit ekki hvernig sú atburðarás fer en mér finnst hún mjög hæpin, svo ekki sé nú meira sagt. Ég held að þessi leikur hafi verið leikinn of oft til að þetta gerist aftur - þjóðin er vonandi farin að hugsa sitt eftir atburði síðustu dagana.

Dæmalaust klúður var það annars hjá yfirmönnum á fréttastofu Stöðvar 2 að láta fyrrum talsmann Jóns Ásgeirs Jóhannessonar taka viðtalið við hann í gærkvöldi. Eins ágætur og Sindri Sindrason er eflaust vekur þetta aðeins spurningar um stöðu fréttamiðilsins í þessu máli. Greinilega er erfitt að láta eignarhaldið ekki ráða för í umfjöllun um málið. Þetta var allavega klaufalegt og kom mjög illa út fyrir alla hlutaðeigandi, Sindra einna helst.

Mér finnst þessi grátkór bissnessmannanna ekki sannfærandi og hann er mjög falskur undir niðri. Ef allt var svona hamingjusamt og dásamlegt áður en farið var á fund þeirra í Seðlabankanum af hverju neituðu þessir blessuðu menn ekki þessari fléttu og leituðu á önnur mið, sem voru þá fengsælli fyrir þá? Mér finnst það spurningin sem helst eftir stendur.

Svo getur kannski verið að allt gangi til baka. Vel má vera. Þá bara ræðst það. Mér finnst reyndar háðung Samfylkingarinnar algjör í þessu máli. Mér finnst sá flokkur hafa verið algjörlega ósýnilegur í ferlinu þó hann beri auðvitað á því fulla ábyrgð. Eða ætlar Samfylkingin kannski að komast undan ábyrgð í málinu með því að láta eins og aukapersóna í atburðarásinni?

Viðskiptaráðherrann, sem er hinn mætasti maður, virkar alltaf á mig eins og Konni án Baldurs í atburðarásinni, eins og Pétur Tyrfings orðar það svo vel í flottum pistli, sem er skyldulesning, á vef sínum.


mbl.is Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sá hlær best sem siðast hlær/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.10.2008 kl. 13:57

2 identicon

Verðlagning á hlutafé Glitnis er verðfelling á hlutafé allra íslenskra fjármálastofnana þar með talið ríkissjóðs og aðalástæða hraps krónunnar síðan á mánudag. Hvað kostar hvert prósentustig í hrapi krónunnar okkur? Gengisáhrifin verða okkur trúlega dýrari en hugsanlegt tap á láni til Glitnis.

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:52

3 identicon

Mér finnst í þessari umræðu alltaf fyndnast þegar sjálfstæðismenn tala um að hugsa þurfi um peninga almenings. Það var ekki gert þegar Landsbankinn,Búnaðarbankinn og Siminn voru seldir. Ég hef reyndar boðið mörgum sjálfstæðismönnum sem eiga fyrirtæki að kaupa af þeim fyrirtækinn þeirra á sömu forsendum og þegar bankarnir voru seldir. En ótrúlegt, það vilja þeir ekki og finnst ég ósangjarn að vilja að þeir selji sitt fyrirtæki á sömu forsendum og bankarnir voru seldir. Því þeir voru rikisreknir og þá má alltaf gera betur en í þeirra fyrirtækjum.

Ómar Már (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband