Snjókornin og stefnuræðan

Mér fannst mjög táknrænt að það skyldi fara að snjóa þegar Geir Haarde flutti stefnuræðu sína. Þetta einhvern veginn rammaði inn alvarlega stöðuna sem blasir við. Ræðan var mjög tómleg og engin þau tíðindi í henni sem átt var von á. Ég heyri það á öllum sem ég tala við að ræðan var gríðarleg vonbrigði og einhvern veginn til marks um lánleysi þeirra sem ráða för. Einn kallaði ræðuna skipbrot fjármálaráðherrans á góðæristímunum á meðan annar nefndi hana snjókornaræðuna.

Bind vonir við að eitthvað gerist í dag, eins og fram kemur víða nú eftir því sem liðið hefur á daginn. Allir bíða eftir aðgerðum, sama hvar þeir eru í samfélaginu. Nú er þörf á traustri forystu, landsmenn sjái að það er röggsamt og ákveðið fólk við stjórnvölinn þegar mikilvægast er að einhver standi við stýrið.


mbl.is Búist við tíðindum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband