Barnaleg ályktun hjá UJ

Mér finnst svosem allt í lagi að UJ sé ósátt við Davíð Oddsson. Þau mega það mín vegna. Orðalagið finnst mér hinsvegar barnalegt, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Að tala um gjöreyðingarvopn í sömu andrá og Davíð Oddsson finnst mér kostulegt. Ég veit ekki hvað yrði sagt um SUS, t.d., ef þaðan kæmi ályktun eða flutt yrði ræða þar sem embættismanni, sem er flokksbundinn í Samfylkingunni, yrði líkt við gjöreyðingarvopn.

En kannski tekur enginn þessa ræðu trúanlega - mun frekar sem gríni. Má vera.


mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvers vegna reynir þetta lið ekki að axla einhverja ábyrgð sjálft.

Sigurjón Þórðarson, 4.10.2008 kl. 18:02

2 identicon

Sammála þér um þetta. Unga fólkið ætti að passa sig á svona barnalegum ummælum.

Assi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Þetta var reyndar ræða (*munnleg) en ekki ályktun.  Smávægilegur munur þar á. 

SUSarar hafa kannski aldrei sagt óvarlegt orð í garð annarra? eða hvað? 

Höskuldur Sæmundsson, 4.10.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Spurning hvort þér finnist þá ekki þessi prófessor við einn besta hagfræðiskóla í heimi ekki vera alveg sprengfyndinn Stebbi?

Miðað við viðbrögð markaðarins frá því að Glitnir var þjóðnýttur (og þessi orð Richard Portes) þá finnst mér gjöreyðingarvopn bara lýsa Davíð í Seðlabankanum ágætlega - enda efast ég um að hann tolli þar lengi til viðbótar eftir að markaðurinn hefur dæmt hann svona illa.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 4.10.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég get ekki að því gert en mér hefur þótt ansi margt ef ekki bara flest allt sem þessi annars ágæta stúlka, Anna Pála, hefur sagt eða gert verið frekar barnalegt. 

Hún talsvert á ungan stjórnmálamann sem boðar einungis neikvæðni, ábyrgðarleysi og gagnrýni en vantar allt sem heitir lausnir, áreiðanleika og framsýni.

Óttarr Makuch, 4.10.2008 kl. 22:48

6 identicon

Sammála þér Jónas mér finns gjöreyðingarvopn lýsa Davíði í Seðlabankanum bara mjög vel. 

Það er nú óþarfi að vera að rakka niður ræðu Önnu og segja að fólk muni kannski frekar taka henni sem gríni í stað alvöru því innihald ræðunar er mjög gott og fólk ætti einmitt alls ekki að taka henni sem gríni.

En staðreyndin er sú að ástandið á Íslandi er margfalt alvarlegra en er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Við erum alltof lítil þjóð til að reyna að standa undir okkar eigin gjaldmiðli, við inngöngu í ESB erum við laus við fall krónunar og gjaldeyrisvanda, laus við verðtryggingu sem er að éta upp eignina í fasteignum okkar og þar að auki myndum við búa við mun meira jafnvægi í efnahagslífinu til lengritíma litið.

Og já Davíð er gjöreyðingarvopn og þessi maður þarf að víkja sem seðlabankastjóri sem fyrst, hann hefur ekki staðið sig í sínu starfi það hafa allir séð, meira að segja hafa fjölmiðlar erlendis fjallað um það. (þ.e.a.s um aðgerðaleysi Seðlabankans )

Flott ræða hjá henni Önnu og ég er sammála henni INN MEÐ ESB OG ÚT MEÐ DAVÍÐ

Solla (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband