Ríkið tekur yfir Glitni - samningar úr sögunni

Glitnir Ég held að það þurfi ekki að koma neinum að óvörum að Fjármálaeftirlitið hafi tekið yfir rekstur Glitnis. Þessi atburðarás hefur staðið lengur en með Landsbankann og eftir því sem liðið hefur á hefur komið í ljós að bankinn stóð mun verr en öllum óraði fyrir.

Á þeirri forsendu einni að stjórnendur bankans gáfu rangar upplýsingar um stöðuna er eðlilegt að fyrri samningar séu úr sögunni og bankinn fari sömu leið og Landsbankinn. Mér finnst það erfitt að sjá tvo banka fara yfir ríkisvaldið á innan við sólarhring en ég tel það skárri lausn en þeir rúlli og allir glati sínu, einkum sparifjáreigendur.

Þeir sem töluðu um bankarán í síðustu viku og yfirdramatíseruð sorgleg endalokin af eigin völdum eru þöglir nú. Eflaust vita þeir upp á sig skömmina með það.

mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Er Welding ekki áfram forstöðumaður - hver segir að þeir hafi gefið rangar upplýsingar? - væri hann þá áfram í forstjórastólnum?

Helgi Jóhann Hauksson, 8.10.2008 kl. 03:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er hægt að hætta við sísvona?

Sigurður Þórðarson, 8.10.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband