Óvissa í loftinu - skilaboð ráðherranna

Blaðamannafundurinn með forsætisráðherranum í dag lægði öldur í samskiptum Bretlands og Íslands. Samt er mörgum spurningum ósvarað og staðan er mjög erfið. Enda sýnist mér að fullkomin óvissa sé með erlend lán og ekkert fast í hendi þar um. Auðvitað er slíkt aldrei gott, en þetta búum við Íslendingar við nú um stundir.

Mér finnst samt bjartara yfir en var í upphafi vikunnar. Krónan er farin að styrkjast til muna. Eins og Gylfi Magnússon bendir á er mjög líklegt að hún muni halda áfram að styrkjast nú þegar þrýstingur á hana minnkar. En við erum fjarri því komin út úr þessum ólgusjó. Þetta verður ekki leyst á örfáum dögum.

En vonandi fæst traust erlent lán til að koma hlutum hér á fulla ferð áfram. Verkefnið er það eitt nú og mikilvægast nú. Og auðvitað þarf að fara að lækka stýrivextina. Vonandi gerist það þegar á morgun.

Geir og Björgvin eiga að halda þessu formi og hafa blaðamannafund daglega þar til eitthvað ræðst meira. Þó ekki séu svör við öllum spurningum þarf að tala til þjóðarinnar af ábyrgð og festu þó við erfiðar aðstæður.

mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Spáir Kaupþingi falli

Spáir því að Kaupþing fari sömu leið og Glitnir og Landsbankinn

Spáir því að Kaupþing fari sömu leið og Glitnir og Landsbankinn

Miðvikudagur 8. október 2008 kl 18:02

Höfundur: (johannh@dv.is)

Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands býst við því að Kaupþing fari sömu leið og Glitnir og Landsbankinn og yrði yfirtekinn af ríkinu. Þetta sagði hann í viðtali í Sjónvarpinu fyrir stundu.

Gylfi sagði opinberlega fyrir síðustu helgi að í raun væru bankarnir og fjöldi fyrirtækja gjaldþrota. Við blasti að að gripið yrði til róttækra aðgerða um helgina (síðustu) sem fælu í sér í reynd að bönkunum yrði lokað og erlendar eignir þeirra seldar í kjölfarið.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði í kjölfarið við Viðskiptablaðið að trúverðugleiki Háskóla Íslands væri farinn að nálgast gjaldþrot þegar Gylfi talaði um að fjármálakerfið væri komið í greiðsluþrot.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Að tala til þjóðarinnar.... Fyrstu 10 mínúturnar beið maður eftir að heyra eitthvað.... Kannski er heyrnin eitthvað að daprast enda er ég komin á fimmtugsaldurinn.....Vonandi fáum við ekki fréttir klukkan 11 að morgni um að blaðamannafundur verði klukkan 16 " á hverjum" degi..... ég meina maður þarf að hugsa um eitthvað en  Geir og félaga.....

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 9.10.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband