Er svona illa komið fyrir Íslendingum núna?

Leitt er að heyra hvernig komið sé fram við Íslendinga í Danmörku, ef marka má ýmsar sögur sem heyrst hafa að undanförnu. Ég hef heyrt ansi margar sögur í þessa átt, að íslensku fólki hafi verið sýnd hrein lítilsvirðing þegar í ljós hafi komið hvaðan það kom. Þetta er mikið þjóðaráfall vissulega, enda hafa Íslendingar getað borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi og haft mikil tækifæri. Í einu vetfangi virðist það hafa breyst.

Þeir sem ég hef talað við og eru erlendis, einkum í Bretlandi, segjast hafa misst sjálfsvirðinguna yfir að vera Íslendingar. Ég skil það mjög vel ef þetta er framkoman sem landar okkar verða fyrir á erlendri grundu. Ég hef eiginlega ekki viljað trúa því að Danir, frændur okkur, komi svona fram við okkur, en kannski þarf maður að fara að endurskoða það mat.


mbl.is Rekin úr búð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt saman ein fjandans hystería og sýnir hvað fólk er heimskt.  Heldur þú að heilbrigt verslunarfólk hér á landi fari að henda bandaríkjamönnum út úr búðinni vegna þess að Lehman Brothers bankinn fór undir?  Og hvað þarf fólk að missa sjálfsvirðingu sína þó svo að einhverjir bankar fari á hausinn, sem note bene eru enn starfandi?  Annað dæmi um heimskt fólk.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sókn er besta vörnin. Núna eigum við að flagga og bera höfuðið hátt.

Mér líst ekkert á hugmyndir Breta um að lána okkur fyrir skuldasúpu í framtínni. Við báðum þá aldrei að skipta við þessa einkabanka.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Stefán.

Já, það geta verið einstöku tilfelli af svona kjánaskap en þetta er einfaldlega ekki rétt yfir heildina. Danskir bankar eru t.d. þvert á móti í mörgum tilfellum mjög hjálpsamir við að “redda málum” í þeim tímabundnu yfirfræslu og kortaviðskipta-vandræðum sem hafa verið. Auðvitað er einn og einn Dani haldinn vissri Þórðargleði í kjánaskap sínum, en það er jú dálítið skiljanlegt við þessar aðstæður. En hér er Dönsku þjóðinni allavega alls ekki rétt lýst í heild sinni. En já, stundum geta einstök dæmi villt öllum sýn.

Sem dæmi má nefna bankann okkar hér í Danmörku sem ítrekaði stuðning sinn við okkur sem viðskiptavini á þessum óvissutímum. Fullt traust og fullur skilningur. Ég veit um fleiri dæmi. Einstök neivæð dæmi eru alltaf leiðinleg en það er ekki fótur fyrir þessu í heildina litið.

Skiljanlega er þjóðarstolt okkar sem búum hér í Danmörku mjög sært um þessar mundir. En þetta mun lagast

Baráttukveðjur til okkar allra

Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

ætli öll sagan sé sögð hér?

Gestur Guðjónsson, 16.10.2008 kl. 12:51

5 identicon

Mæli með því að þú endurskoðið matið.  Ég er ekki hissa á að heyra þetta eftir að hafa búið í Danmörku í nokkur ár.  Danir eru svosem ágætir að mestu leiti, en fljótir að hlakka yfir óförum annarra, enda eru þeir bullandi af minnimáttarkennd yfir öllu og öllum.

Jónína (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:20

6 Smámynd: Heidi Strand

Slæm framkoma byrjaði ekki núna, en hafa versnað mjög mikið. Sonur mín flutti heim í vor eftir 8 ára dvöl í Danmörku. Við eitt tækifæri spurði  danskur fýlupoki hann  hvort það var pabbi hans sem keypt hafði Magasin.
Þegar dóttur mín sem er búsett í Danmörku ætlaði í fyrra að borga fyrir námsbók, spurði afgreiðslukonan í hæðnistóni hvort hún var ekki komin til að kaupa alla búðina.

Mörg svona dæmi komu upp og var þetta ekki skemmtilegt.

Heidi Strand, 16.10.2008 kl. 13:22

7 identicon

Danir hafa alltaf litið niður á okkur og munu alltaf gera.  þess vegna var það svo sárt þegar íslenskir "snillingar" komu og keyptu nánast allt á einu bretti.  Var það ekki í fréttum að samkvæmt danskri könnun var mikill meirihluti dana sem fannst sú staða sem við erum í bara gott á okkur?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:51

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sendi þér innslag manns á vef Egils á Eyjunni.

Vonandi lest þú þetta vel.

Grimmur
16. október, 2008 kl. 11.19
Fékk til mín mann í gær sem er að vinna fyrir stóra erlenda kröfuhafa bankanna. Hann sagði að lögfræðilega stæðist ekki að slá skjaldborg utan um íslensku bankanna t.a.m. vegna íslensku gjaldþrotalaganna og eignarréttarákvæða mannréttindasáttmálans og að þessir aðilar væru hér til þess að hefja vinnu við að nálgast eignir bankanna sem felast í skuldabréfum á orkufyrirtæki og sjávarútveg og heimilin í landinu og aðalmarkmiðið væri að ná töglum á fasteignum, skipum og þar með kvótanum og ónýttum auðlindum sem standa á bak við veðin með því að rifta þessari sjaldborgarleið. Hin leiðin fyrir þessa erlendu kröfuhafa er að fara í skaðabótamál við ríkið út af þessum gjörningi sem stenst ekki lög og þá eru allar skuldbindingar bankanna undir við erlenda kröfuhafa og krafan því sú að ríkið bæti allar skuldbindingar.
Það er nokkuð ljóst að skjaldborgarleiðin var mjög vitlaus aðgerð og vanhugsuð.

Ég er afar ósammála þessa lögfræðings um ríkisábyrgðir á lánin og að það sé ,,réttur" einhverra hrægammasjóða, (en nú kváðu vera hérna staddir hópar frá slíkum  Fagin sjóðum)

Hinnsvegar virðist algerlega ljóst, að þetta er verið að reyna og nú virðist vera að koma á daginn það, sem ég og fleirri andstæðingr Kvótakerfisins vorum að vvara við en vorum nánast púaðir niður úr pontu á Landsfundunum.

Hvernig væru menn nú staddir hefði vilji menna náð fram með Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Rvíkur??  Hvað þa´Þeystarreyki og fl staði, sem menn á borð við Finn Ingólfs, Jón Ásgeir, Ólaf Ólafsson og fl vildu eignast með tilstuðlan banka og BJarna Ármanns.

Hafa menn eitthvað hugsað þetta?

Bið að heilsa Kristjáni ykkar manni á Alþingi, hann aðstoðaði okkur sem fórum hart gegn tillögum á síðasta Landsfundi um að eignarhald á auðlindum landsins ætti að færa frá hinu opinbera.

Ég er eins og Fíllinn, ég man svoleiðis vel.

Því miður er Einar minn Oddeur nú farinn yfir móðuna miklu en við erum samt nokkrir eftir.

Miðbæjaríhaldið

AF hinni gömlu sort íhaldsmanna.

Bjarni Kjartansson, 16.10.2008 kl. 15:10

9 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég hef ekki orðið var við þetta á eigin skinni hér á Jótlandi, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér ?

Svona dónaskap, eins frést hefur af, er best að svara á hreinni og kjarnyrtri íslensku, t.d. að segja viðkomandi að; éta andsk. upp úr súru.

Annars er ekki þörf á því að æsa sig yfir því, þó einhverjir misvitrir menn síni manni dónaskap, þeir fara verst með sjálfa sig og eigin virðingu.

Kveðja frá DK

Steinmar Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 16:03

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið. Gott að heyra í ykkur um þetta. Ætla svo sannarlega að vona að þetta sé ekki almenn framkoma Dana við Íslendinga. Hvernig sem allt er í þessu verðum við að bera höfuðið hátt þegar móti blæs.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.10.2008 kl. 16:20

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég bý í Englandi og við höfum orðið fyrir aðkasti hér vegna þjóðernis. Mér væri nokk sama mín vegna en dóttir mín sem er 9 ára skilur þetta illa. Hún hefur ekki viljað fara í skólann vegna þessa í 3 daga en vanalega vill hún fara þó hún sé veik og komist engan veginn. Þetta er orðið hið versta mál.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.10.2008 kl. 16:39

12 identicon

Þetta er ömurlegt

Big Mama (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:33

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Helga Guðrún

Leitt að heyra, alveg ömurlegt í alla staði. Vonandi fer þetta að lagast sem allra fyrst.

bestu kveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.10.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband