Listin að hengja bakara fyrir smið

Mér finnst það mjög ódýrt að ætla að kenna Davíð Oddssyni einum um það hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þessi mótmæli í Reykjavík, sem vel innan við þúsund manns tóku þátt í, finnst mér hvorki málefnaleg né sanngjörn. Enda er það fjarstæða að persónugera stöðuna í einni persónu. Þetta er því miður bara pólitísk mótmæli þeirra sem hafa verið á móti Davíð árum saman. Hefðu þetta verið eðlileg mótmæli hefði þeim verið beint að öllum bankastjórunum þremur. Þeir bera allir jafnmikla ábyrgð og undarlegt að velja einn úr.

Þeir sem þarna mættu hljóta um leið að vilja ríkisstjórnina burt. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra bera ekkert minni ábyrgð en Seðlabankinn ef gera á þetta fólk á sökudólgum í þessari stöðu. Eigi bankastjórnin að fara er eðlilegast að ríkisstjórnin öll segi af sér, enda hefur fátt viturlegt komið frá henni síðustu mánuði. Og reyndar er hún mjög veikluleg og virðist ekki sterk í baráttunni við vandann. Og kannski er bara ekkert hægt að gera. Þetta er ekki bara íslenskur vandi sem barist er við.

En mótmælin í dag virðast beind að einum manni. Enn og aftur á að hengja bakara fyrir smið í þessu samfélagi. Eigi einhver að axla ábyrgð er það fjöldi fólks en ekki einn maður. Svo er merkilegt hvað fjárglæframennirnir í útrásinni sleppa billega. Af hverju mótmælir þetta fólk ekki þeim sem gömbluðu með fé almennings í einu allsherjar spilavíti?


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þetta er hárrétt hjá þér Stefán, það er ekki hægt að útiloka að aðrir hafi ekki gert allt rétt mörg undanfarin ár.  Hárrétt. 

 Seðlabankastjórn hélt áfram með háa stýrivexti eftir að allar þensluhvetjandi framkvæmdir voru kláraðar (eins og krúttin sögðu).  Var þá ekki mál að linni?

Bjarni G. P. Hjarðar, 19.10.2008 kl. 00:57

2 identicon

Ég er sammála þér í því að stjórnin á að fara. Í ljósi þessara hrikalegu hluta sem eru að gerast er ekki óeðlilegt að staðan sé endurmetin og kosið upp á nýtt. Jafnvel kæmi þjóðstjórn til greina.

Afneitun á vanda krónunar sem gjaldmiðil í þeirri heimskreppu sem flestir virtir hagfræðingar voru búnir að spá fyrir löngu hlýtur að skrifast á sjálfstæðisflokkinn. Því miður þá mokaði Davíð síðan yfir þetta með yfirgengilegu dómgreindarleysi í kastljósinu.

kv hilmar

hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Stefán.

Málið er bara það að Davíð hefur borið æðstu ábyrgð á öllum póstum íslenskra stjórnvalda í sögu bankahrunsins.

Allt frá reglu- og lagasetningunni fyrir mörgum árum, myndun stofnanastrúktúrs til eftirlits, framkvæmd einkavæðingarinnar sjálfrar, breyttum lögum um seðlabankann, ráðningu lögfræðings/hans í yfirbankastjórastöðuna og eftir það öllu ákvarðana- og eftirlitshlutverki Seðlabankans, og svo loks nú líka síðustu ákvarðanir eins og Glitnismálið og röð gáleysislegra yfirlýsinga þar með talin Rússayfirlýsingin, Kastljósþátturinn og persónulegar tilkynningar til forstjóra fyrirtækja um að þeir fái gjaldeyri. 

Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Davíð hefur hælana í sögu þessa máls alls.

- Í því felst almennt ekkert einelti eða óvild í garð Davíðs persónulega heldur krafan um að sá sem svo augljóslega ber lang mesta ábyrgð á öllu málinu um langa hríð axli nú ábyrgð.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.10.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Calvín

Algjörlega sammála þessu mati þínu Stefán. Það verður jafnt yfir alla að ganga. Með þessum mótmælum er verið að leika ljótan pólitískan leik.

Calvín, 19.10.2008 kl. 01:40

5 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Ég er kannski óskýr í máli, en auðvitað átt þú að gangast við villu þinni Stefán.

Bjarni G. P. Hjarðar, 19.10.2008 kl. 01:42

6 identicon

100% sammála þér. Einfeldni og áróður sem ráða hér ríkjum. Það er með ólíkindum að enginn skuli nefna jakkafatakarlana í stórukallaleiknum, sem eru núna að sötra kokkteila á einhverri eyjunni í karabíska hafinu. Fínt að finna eitt target sem tekur allt klabbið á sig.

Unnur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 01:47

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður er hér um að ræða enn eina leiksýningu stjórnmálaflokks er heitir Samfylking og tekur nú þátt í ríkisstjórn, og reynir að þvo hendur sínar sem er hjákátlegt, þar sem Davíð Oddson versus Ingibjörg er enn formúlan, því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2008 kl. 02:08

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er útúrsnúningur að halda því fram að fólk sé að kenna Davíð einum um að sofa á vaktinni og það illa, það dettur engum í hug, en einhverstaðar þarf að byrja og öll seðlabankastjórnin á að segja af sér me de samme ef lýðræðið hér er skeinipappírs virði, það á ríkistjórnin líka að gera ef einhver manndómur er eftir á þeim bæ.

 Það er ekki verið að tala um eitthvað smámál hérna heldur hrikalegsta klúður íslandssögunnar sem á eftir að verða ægilegur baggi á börnum okkar og barnbörnum...ef þær kynslóðir duga þá til til að borga fáránlegt klúðrið.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 02:42

9 Smámynd: Dunni

Sammála að vissu marki.  Að sjálfsögðu ber Davíð ekki einn ábyrgð á hruni efnahagslífsins á Íslandi.  En hann ber mestu ábyrgðinia. 

Hann var forsætisráðherra þegar veikburða lögin sem, lögðu grunninn að útrásinni voru sett.  Það gleymdist, eða var það  að ásettu ráði, að eftirlitiskafla laganna var slept. 

Davíð var síðan Seðlabankastjóri þegar útrásin fór fyrir alvöru af stað.  Þá lækkaði hann bindiskyldu bankanna í stað þess að hækka hana.

Þá sýndi Davíð fádæma dómgreindarleysi nóttina þegar Glitnir var þjóðnýttur. Heimildir herma að Davíð einn hafi verið arkitektinn að þeim gjörningi og hinir tveir "félagar" hans hafi nánast verið verið óvirkir áhorfendur.

Aftur sýndi Davíð óvenjulegt dómgreindarleysi í kastljósinu fræga.  Svo virðist sem hann sé farinn að átta sig á mistökunum.  Alla vega hefur hann ekki gefið færi á viðtölum við fréttamenn síðan þá.  Mér er kunnugt um að norskir fjölmiðlar hafa hvað eftir annað falast eftir skýringum Seðlabankastjórans á gjörðum sínum en án árangurs.

Það er því erfitt að finna einstakling sem unnið hefur þjóðinni meira ógagn en einmitt Davíð Oddson.  Hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hann að enda glæsilegan stjórnmálaferil með þessum hætti.

Þó ég persónugeri Davíð töluvert í þessari umræðu er ég alls ekki búinn að gleyma frammitöðu Framsóknarmanna. Bæið Halldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson bera jafn mikla ábyrgð á lagagerðinni og markaðsvæðingunni sem heltók þjóðina í kjölfarið. Framsóknarmenn eru ómerkilegir ætli þeir sér að skorast undan sinni ábyrgð.

Svo má kenna Samfylkingunni um að ekki hafi verið gripið í taumana í tíma eftir að hún komst í ríkistjórn.  En því miður, Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á ástandinu á Íslandi í dag. Alveg sama frá hvaða sjónarhorni menn horfa á það.

Dunni, 19.10.2008 kl. 05:27

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Stefán. Það er alrangt hjá þér að verið sé að kenna Davíð EINUM um. Og auðvitað verður kosið til Alþingis aftur á næstu 12 mánuðum, og mjög margir þurfa að víkja til hliðar. En það er bara svo AUGLJÓST að Davíð ber að víkja og það sem fyrst. Eða heldurðu að hann auki traust á Seðbankann eða þjóðina útávið??

Finns þér að Davíð eigi að sitja áfram sem Seðlabankastjóri um ókomna tíð?? 

Skeggi Skaftason, 19.10.2008 kl. 08:37

11 identicon

"Listin að hengja lögfræðimenntaðan spunadoktor fyrir doktor í hagfræði"? Því miður ert þú innvígður og innmúraður liðsmaður í flokki þeirra sem geta ekki, kunna ekki, vilja ekki og skilja ekki - að íslenska þjóðin er búinn að fá nóg af þjóðníðingnum DO. Íslendingar eru þessa dagana að átta sig á að DO er holdgervingur siðspillingarinnar sem skuldsetti þjóðina upp í rjáfur og skerti verulega lífsmöguleika hennar. Burt með bullið - Davið burt!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Stefán

Þetta algjörlega í takt við síðustu færslu mína frá því gær. Eiginlega spaugilegt hversu sammála við erum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi...þú ert að verða illa Vinstri grænn en verð þó þinn mann yfir gröf og dauða... það er virðingarvert.

Í landinu er Alþingi sem kosið var til fjögurra ára. Við völd er ríkisstjórn sem tók við fyrir rúmlega einu ári og styðst við mikinn þingmeirihluta. það er alvarlegt dómgreindarleysi að leggja til kosningar og nýja ríkisstjórn við þessar aðstæður.

 Flestir þeir sem báru ábyrgð á þeirri stefnu sem leiddi okkur þangað sem við erum nú eru ekki við völd og þar á ég við Framsóknarflokkinn og vaxta og einkaværðingarstefnu sem hann stóð fyrir..

Þar ber fyrsta að telja þáverandi forstætisráðherra Davíð Oddsson og þáverandi utanríkis og síðan forstætisráðherra Halldór Ásgrímsson ásamt því ráðherraliði sem þeir voru samferða ... td var Valgerður Sverrisdóttir bankamálaráðherra sá er seldi ríkisbankana og veittu þeim mönnum sem síðan klúðruðu málum aðgengi að sparifé landsmanna og peningum fyrirtækjanna.

Ég hélt satt að segja að þú værir klárari í pólitík...Stebbi.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2008 kl. 11:08

14 Smámynd: Þórhallur

Það er alveg ljóst að það er ekki bara Davíð sem er vanhæfur, heldur líka þingmenn sjálfstæðis og framsóknaflokks, sem stóðu fyrir þessari óhæfu. Það er ljóst að þeim á að víkja strax, en ekki bíða. Það á að banna þeim að koma nálægt þinghúsi um ókomin ár. Ég tek því ekki þegjandi, að eftir að þeir hafa gefið öll þau fyrirtæki frá ríkinu, sem hafa gefið af sér tekjur, að ég tali nú ekki um fisveiðikvótan sem þeir stálu. og lenda síðan í því að búið er að stela þeim krónum sem maður hefur önglaðsaman, og svo þeim krónum sem maður átti í húsnæðinu. Það verður að gera þessum mönnum það ljóst að þeir verða nú stöðvaðir með öllum tiltækum ráðum.

Þórhallur, 19.10.2008 kl. 11:13

15 identicon

Rétt er það að ekki er þetta allt honum (þe Davíð Oddssyni) einum að kenna. En samt sem áður er hann hluti vandans, þar sem hann kemur í raun að öllum þeim verkum sem ollu þessu nema auðvitað hruni bankakerfisins í heiminum.  Og einhversstaðar verður að byrja.  Svo að mínu áliti er Davíð fyrstur, síðan á að vinna að því að laga það sem aflaga hefur farið og á eftir að gerast.  Þegar þetta er allt af staðið, verður restin af bankastjórn Seðlabankans látin taka pokann sinn og ráðin einn bankastjóri sem er starfi sínu vaxinn.  OG þá held ég að komið sé að restinni af þeim sem þurfa að fara og eru það þeir ráðherrar sem stóðu að baki þessum breytingum sem ollu þessum vanda, hvort sem þeir koma frá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu.

Viðar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:17

16 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Davíð hefur sveimað yfir vötnum hér í meira en 2 áratugi fyrst sem stjórnmálaleiðtogi, síðan seðlabankastjóri.Feilspor hans eru ófá en það stærsta tók hann í Kastljósþættinum.   Ég hef ekki heyrt múkk frá öðrum bankastjórum Seðlabankans, hvað þá stjórnarmönnum en allir þessir menn ásamt mörgum öðrum þurfa og eiga að víkja.   Þar sem D.O. SEÐLABANKASTJÓRI (ekki D.O. skáld) hefur fengið sérstakan stuðning forsætisráðherra og af ýmsum öðrum ástæðum er full ástæða til að hefja mótmælin á honum því það er vitað að þegar hann er farinn getur alsherjar hreingerningin hafist, fyrr ekki.     Sú hreingerning er þó reyndar hafin en ráðning yfirmanna úr gömlu bönkunum í bankastjórastöður nýju bankanna og svör þeirra um laun sín gefur ekki góð fyrirheit um framhaldið.   

Ragnar Eiríksson, 19.10.2008 kl. 12:25

17 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin. Gaman að heyra skoðanir annarra á þessu.

Ég er hiklaust þeirrar skoðunar að fleiri en einn einstaklingur brást í þessari stöðu. Vandinn er líka meiri en svo að hann verði persónugerður. Þetta er áfall heillar þjóðar. Mér finnst það mjög ódýrt að vera með mótmæli gegn einum manni. Af hverju var ekki öllum bankastjórunum mótmælt? Þetta voru pólitísk mótmæli, enda sýnist mér þau hafa verið misheppnuð. Dr. Gunni sem var einn auglýstra mótmælenda sagðist í Silfrinu áðan ekki hafa verið á staðnum og bakkaði frekar frá þessu en hitt. Við þurfum að gera upp við allt systemið en ekki taka fyrir einn mann. Vandinn er mun meiri en það. Þeir sem trúa því að vandinn sé einn maður horfa á málið mjög einföldum augum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.10.2008 kl. 13:34

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Þeir sem trúa því að vandinn sé einn maður horfa á málið mjög einföldum augum."

Það gera afar fáir Stefán...ef nokkur, en þar sem hann hafði ekki manndóm til að segja af sér undanbragðalaust ásamt restinni af blýantsnögurunum í Seðlabankanum þarf að byrja á því að senda hann í frí(á fínu kaupi örugglega). Síðan er hægt að snúa sér að vanhæfum stjórnmálamönnum sem  einnig sváfu vært á vaktinni þegar fjöregginu var stolið af þjóðinni.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 15:50

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=20572;play=1

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:05

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið

Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !

Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.

Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband