Ábyrg afstaða í erfiðri stöðu - örlagatímarnir

Mér fannst Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tala af ábyrgð og festu, við mjög erfiðar aðstæður, í Kastljósinu í kvöld. Mjög erfitt er að hafa svör og lausnir á öllu í þessari stöðu, en í yfirlýsingu hans um að íslenska þjóðin verði ekki kúguð til fylgilags talaði hann mjög afgerandi. Enda finnst mér það alveg rosalegt ef það fer svo að komandi kynslóðir verði skuldsettar í áratugi fyrir gamblerí útrásarvíkinganna margfrægu.

Þetta eru örlagaríkir tímar í sögu þjóðarinnar. Mér finnst alveg út í hött að horft verði aðeins til Seðlabankans til að gera upp liðna tíð. Öll þjóðin horfði sofandi á atburðarásina. Eigi einhver að taka ábyrgð á stöðunni er hún mjög víðtæk. Fara þarf yfir alla þá stöðu heiðarlega og gera upp við hana án þess að ætla að hengja einn mann. Þetta er miklu stærri vandi en svo.

Allt tal um kosningar nú finnst mér óraunhæft. Varla yrði um slíkt að ræða fyrr en í fyrsta lagi með vorinu. Fyrst þarf að reyna að koma þjóðinni í gegnum mesta ólgusjóinn. Við höfum ekki tíma fyrir neitt annað núna. Ég treysti Geir best fyrir forystunni við þessar aðstæður og frábið mér að fá vinstristjórn við þessar aðstæður.

Falli stjórnin eða gefist upp við þetta örlagaríka verkefni er eðlilegast að sett verði þjóðstjórn eða hreinlega utanþingsstjórn sérfræðinga yfir landið. Stóra verkefnið framundan er enda að ná samstöðu um aðgerðir og forystu. Við getum ekki leyft okkur þann munað að fara í með og á móti fylkingar. Þjóðin er undir nú.

mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, alveg sammála, þess vegna er ágætt að byrja á því að leggja Framsóknarflokkinn niður úr því Sjálfstæðiflokkurinn er orðinn heilbrigður og getur gengið án hækju. Bestu kveðju. Vilji Framsóknarflokkurinn biðla á ný til hins heilsuhrausta og vammlausa Sjálfstæðisflokks, þá getur hann fengið stuðning sálfræðinga og geðlækna til að styrkja sig andlega til að þora að standa alveg á eigin fótum, óstuddur.

Nína S (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hef ekki gefið mér tíma í að skoða viðtalið við Geir en verð að segja að ég er hjartanlega sammála þér að vandinn ermiklu víðtækari en svo að það dugi að hengja einhvern einn mann, er hræddur um að það þurfi að moka betur út úr fjósinu en sem því nemur. Svo erftir tiltektina þarf að vinna þessu útrásar og embættismannaúrverki farveg og ég er hræddur um að það verði erfittfyrir þettafólk að vinna sér aftur inn traust hjá þjóðinni alveg sama hvar í flokki það stendur. Kannsi fer maður þá að sjá kappa einsog þig ryðjast fram á völlinn. Ég er hræddur um að margir úr ungliðahreyfingum S og D sem reynt hafa að hanga í pilsfaldinum hjá útrásarvíkingunum,meðtunguna alveg niðr á hné,  þvoi nú hendur sínar og andlit sem aldrei fyrr.

Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2008 kl. 22:43

3 identicon

Stéfán þó að ég sé ekki sjálfstæðismaður og er ekkert flokksbundinn yfir höfuð er ég sammála að Geir Harde er einum treystandi í þetta verkefni.Stéfán getum við ekki bara selt Landsbankana og kaupþing og Glintir upp í skuld og mér skyld að eignir bankana erlendis nemi 900 milljarðar og skuldir 12500 milljarðar.Ég vill ekki að barnabörnin mín borgi þessar skuldir.

Mac73 (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Ólafur Helgi Rögnvaldsson

Ég var að hugsa um að skrifa sjálfur blogg eftir að hafa horft á Kastljósið en taldi að það væri alveg eins gott að skrifa comment hér.

Það er í raun bara þrennt sem mig langaði að koma á framfæri, ég hef rekist á þetta áður og þá sérstaklega hjá sjálfstæðismönnum.

1.  Að axla ábyrgð.  Þegar að Geir er beðinn um að axla ábyrgð og stíga til hliðar þá vendir hann kvæði sínu í kross og segist axla ábyrgðina með því að vera áfram við völd.  Merkilegt.  Mig minnir að Hanna Birna hafi notað svipaða taktík í öllu ruglinu í borginni fyrir nokkru síðan.

2.  Það er auðvelt að vera vitur eftirá.  Svo loksins þegar að Geir gengur við því að hafa tekið þátt í útrásarfylleríinu og viðurkennir að það hafi verið alltof lítið eftirlit á þessu stjórnlausa partýi þá smellir hann fram þessum ódýra frasa.  Dæmigert.

3.  Að persónugera.  Sigmar minntist á Seðlabankann, af hverju hlustaði hann ekki á aðvaranir frá hinum og þessum sérfræðingum um að allt myndi enda á hliðinni hjá okkur?  Þá spilar Geir út persónugeringarspilinu.  Af hverju að níðast á þessum ágætu mönnum sem að starfa í Seðlabankanum.  Það var enginn að tala um einstaklinga, Seðlabankinn er stofnun, hann hefur ákveðnar skyldur sem hann þarf að uppfylla.  Ef hann stendur sig ekki í stykkinu þá ætti að vera í lagi að gagnrýna hann.

En Geir er góður ræðumaður og miðað við þessa hrikalegu stöðu sem hann er kominn í þá stóð hann sig bara ágætlega.  Ég myndi a.m.k. ekki sofa rólega á nóttunni ef að ég hefði setið við völd jafnlengi og hann, búinn að predika um frjálshyggju og einkavæðingu og lenda svo í því að sitja við völd þegar að allt fer í baklás.  Öll hugmyndafræðin brostin, og spjótin beinast hvað mest að gömlu flokksfélögunum og samstarfsflokkunum í ríkisstjórnum síðustu ára.

Jæja, fyrst að ég er búinn að skrifa svona langt comment þá er alveg eins gott að búa til blogg úr þessu, best að ég geri það líka.

Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

ÁFRAM ÍSLAND

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2008 kl. 23:44

6 identicon

Þú fyrirgefur, en mér fannst Geir tala eins og ráðvilltur maður og hreint ekki traustvekjandi að heyra túlkun hans á stöðunni

hilmar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband