Verður að fá erlenda sérfræðinga til rannsóknar

Ég held að það verði mjög erfitt að fá menn að borðinu til að rannsaka fall bankakerfisins sem eiga engin tengsl við þá sem voru í forystu bankanna eða eiga ekki einhverra hagsmuna að gæta. Get ekki betur séð en nauðsynlegt verði að kalla til erlenda sérfræðinga til að rannsaka fallið; menn sem eiga engar tengingar og geta farið yfir ferlið án þess að vafi leiki á því að þeir séu að gæta hagsmuna einhverra.

Þetta er hinn napri sannleikur. Við lifum í litlu samfélagi, þar sem tengsl er mikil á milli aðila og flestir kannast við næsta mann. Eigi að taka allt kerfið fyrir og gera á því trúverðuga rannsókn skiptir þetta lykilmáli.

mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal taka þetta að mér sem og að finna mér óvilhalla aðstoðarmenn! Ég er meira að segja "verkefnalaus" í augnablikinu (les. atvinnulaus ;), en ég hef aldrei unnið í banka eða hjá fjármálafyrirtæki og er ekki tengdur neinum fjárfesti eða stjórnmálamanni svo ég viti. Er meira að segja óflokksbundinn um þessar mundir! ;) Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt hlutabréf (í Flugleiðum) sem ég seldi fyrir mörgum árum síðan, en hef ekki svo mikið sem gegnt alvöru stjórnunarstöðu í fyrirtæki, hvað þá komið nálægt rekstri á hlutafélagi. Ég veit samt vel um hvað bankaviðskipti snúast, kannski betur en næsti maður þó ég sé ekki lærður í hagfræði. Ég hef sterka réttlætiskennd en fyrir utan það er ég bara venjulegur launþegi með húsnæðislán og fleiri skuldir eins og meirihluti almúgans. Ef ég hef einhverra hagsmuna að gæta er það fyrst og fremst að hér verði í framtíðinni byggilegt land og friðsælt þjóðfélag fyrir börnin mín þrjú og afkomendur þeirra. Er það nokkuð eitthvað svoleiðis sem þú ert að kalla eftir Stefán?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband