Eru aðferðir IMF töfralausn fyrir íslensku þjóðina

Ég hafði alltaf efasemdir um að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og get ekki sagt að ánægja mín með þá lausn hafi aukist eftir því sem líður á vikuna. Vel má vera að við höfum ekki átt neinn betri kost í stöðunni en þetta verður ekki töfralausnin sem allir vonuðust eftir. Ég fann miklar væntingar til IMF hér í samfélaginu - sumir töluðu eins og þetta væri himnasending fyrir íslensku þjóðina og gulls ígildi.

Eftir stýrivaxtahækkunina, að hætti IMF, hef ég fundið þennan kór gleði og ánægju hjassast allhressilega niður. Vandi okkar er að mörgu leyti sá að engar töfralausnir eru í stöðuna. Verið er að velja á milli vondra valkosta og erfiðra úrlausna. Þetta verður sársaukafullt tímabil sem við eigum í vændum. Þeir sem hafa lifað hátt og skuldsett sig mikið eiga von á nýjum tímum og harkalegri lendingu.

En kannski er það ljós í myrkrinu að smúla duglega til og byggja á rústum þess sem var, þó sársaukafullt verði um skeið. Svo verður sagan að meta hvort IMF var töfralausn Íslendinga og hvort margfrægar aðferðir þeirra hjálpi okkur eða verði til enn meiri bölvunar.

mbl.is Stjórn IMF fjallar um Ísland 5. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Allt IMF-dæmið með skilyrðum og láninu (og vöxtunum) er bara ætlað til að koma krónunni á flot á ný og gera gjaldeyrisviðskipti möguleg að nýju. Þetta er því hreinn og klár fórnarkostnaður af krónunni, allt annað er utan við þetta.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 05:14

2 identicon

Sæll Stefán Friðrik
Sammála þér að væntingar til þessa IMF máls voru miklar í samfélaginu. Hins vegar finnst mér ekki hægt að láta eins og hátt stýrivaxtastig á Íslandi sé bara aðkomu IMF að kenna. Við höfum til margra ára búið við himinháa stýrivexti og allt síðasta ár hefur Seðlabankinn haft sérstaka aðdáun á þessu stjórntæki, þrýst vöxtum hærra og hærra með þeim árangri að stöðugt þrengdi að fyrirtækjum og heimilum. Verði lítill árangur af þessum 18% stýrivöxtum, sem n.b. ríkisstjórnin lagði sjálf fram sem hluta af aðgerðum, þá liggur ljóst fyrir að hvorki ríkisstjórn, IMF eða Seðlabanki geta skotið sér undan ábyrgð á þessu vaxtastigi. Það stoðar einfaldlega ekki að kenna Alþjóða gjaldeyrissjóðnum einum um stýrivextina.

Jóhann Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:00

3 identicon

Ég held að enginn nema framsóknarmenn trúi lengur á töfralausnir og fáir ef nokkur eru svo barnalegir að halda að hægt sé að leysa okkar vandamál með einhverri einni aðgerð. IMF er bara eina fjármagnið sem okkur býðst, auk þess að vera forsenda fyrir að aðrir vilji aðstoða okkur.

Stýrivaxtahækkunin kom beint úr seðlabankanum, hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir að embættismenn okkar ljúga að okkur við hvert tækifæri sem býðst? IMF eru búnir að gefa það út að efnahagsáætlunin hafi komið frá okkur, semsagt Davíð Oddsyni. Þeir gerðu enga kröfu um stýrivaxahækkun, og það sem meira er, þeir gerðu enga kröfu um að halda samkomulaginu leyndu. Samt segir bæði ríkisstjórnin og Seðlabankinn að ekki megi tala um efnisatriði samningsins við IMF.

Að díla við ríkisstjórn Íslands er eins og að eiga við 2 ára barn:

Foreldri(þjóðin): Ertu búin að kúka?

Barn (Ríkisstjórn): Nei

Foreldri(þjóðin): Ertu alveg viss, ég finn einhverja lykt.

Barn (Ríkisstjórn): Nei ekki kúka.

Foreldri(þjóðin): Æ þú veist að þér líður mikið betur þegar búið er að skipta um bleyju, af hverju læturðu svona?

Barn (Ríkisstjórn): Ég vil bara leika.

Foreldri(þjóðin): Guð minn góður barnið er búið að kúka upp á bak, ég þarf að fá hjálp við að skipta um föt á þessu.

Það þarf að hreinsa til í Seðlabankanum. Það er engin leið framhjá því, það mun ekkert gott koma þaðan með núverandi stjórn. Og vandræði okkar eru rétt að byrja, þeir klúðruðu þessu auðvelda, þ.e. góðærinu, nú fyrst reynir á þegar þrengir að.

Davíð Oddson þarf að fara, hans persóna er of fyrirferðarmikil og hans vit á hagfræði og fjármálum er ekkert. Hann er pólítískt merktur í bak og fyrir og hans afglöp hafa verið þau afdrifaríkustu í sögu Lýðveldisins.

Bogi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband