Getur Baugur bjargað sér eða þjóðinni?

Greinilegt er að Baugsmenn eru hvergi bangnir í kreppunni, þó frekar sé farið að dofna yfir sælunni hér heima á Fróni. Mér fannst fréttin í gær um nýja verslunarmiðstöð í London mjög sérstök, enda virtist þar sem ekkert hefði bitið á þá félaga þó ekki sé langt um liðið síðan raunir þessa risa voru raktir í fjölmiðlum hér heima.

Enn er þó spurningum ósvarað um hver verði framtíð Baugs. Af breskum blöðum að dæma er erfitt að sjá hvort þar verði hægt að bjarga nokkru nema sjálfum sér við þessar aðstæður, þó reynt sé að mála litina regnbogans merkjum.

Nú ræðst allavega hvort þeir eru aflögufærir að leggja þjóðinni alvöru lið, sem eftir verður tekið, eða hvort þetta sé ein fjölmiðlakeppni við að halda andlitinu.


mbl.is Baugur getur staðið veðrið af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þeir Baugsfeðgar ættu bara að afhenda þjóðinni Bónus og láta sig svo hverfa þangað til allt kemur í ljós

Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 14:36

3 identicon

Það er eitthvað svo uppörvandi að heyra setninguna: Við munum endurheimta
virðingu okkar. Ætti þessi setning ekki erindi til okkar allra? Það er ekki
svo lítið búið að útmála okkur Íslendinga. Gömul kona sem ég þekki á dætur
í Noregi og Danmörku. Þær hringdu í ofboði í mömmu sína fyrir örfáum vikum
til að vita hvort þær ættu að senda henni mat eða aðrar vörur, því
fjölmiðlar þar töluðu um vöruskort og þrengingar á Íslandi. Dæturnar höfðu
því verulegar áhyggjur af aldraðri móður sinni, sem gat varla annað en
brosað og sagðist fara í Bónus eins og venjulega, auk þess sem hún sagðist
hafa upplifað kreppu hér á árum áður og þá var tekin upp skömmtun ef
vöruskortur var fyrirsjáanlegur.  Það veitir ekki af að endurheimta
virðingu okkar. Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður
niður.

Nína S (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband