Skuggalegir stjórnunarhættir í FL Group

Loksins hefur Morgunblaðið afhjúpað hvað gerðist í FL Group á árinu 2005 sem leiddi til þess að Ragnhildur Geirsdóttir hætti sem forstjóri fyrirtækisins og þrír stjórnarmenn, þ.á.m. Inga Jóna Þórðardóttir, gengu á dyr. Þetta er mjög dökk saga, skuggalegir stjórnunarhættir Hannesar Smárasonar í FL Group koma nú loks á borðið og löngu kominn tími til. Nú er mikilvægt að gera upp þessa dökku sögu Hannesar Smárasonar í fyrirtækinu og tala hreint út í þeim efnum.

Ég hef heyrt í áranna rás margar kjaftasögur um framferði Hannesar og hvernig staðan var í FL Group. Flest af þessu virðist hafa verið satt, þó margt hafi hreinlega verið of ótrúlegt til að geta verið satt. Myndböndin sem gerð voru um FL Group, og sumir vildu úthrópa sem áróður, eru napur sannleikur um skelfilegt verklag sem full þörf er á að rannsaka og gera upp með sómasamlegum hætti.


mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Eftir að vera búinn að horfa á þessi myndbönd hef ég komist að því að þessir snillingar voru ekki þeir glæpamenn sem ég hélt, heldur miklu verri.

Mér fannst alltaf unfarlegt hvað brottför Ragnhildar bar brátt að og hef stundum spurt mig að því hvort henni hafi verið borgað fyrir að þegja.

Stundum hef ég ímugust á sumu fólki, án þess að geta skýrt hvers vegna, en hér sannast að mér hefði átt að vera enn ver við Hannes Smárson. Skyldu örfáir menn hafa komið Íslandi vísvitandi á kaldan klaka ? Og allt til þess eins að safna peningum með óheiðarlegum hætti. Sumir eru greinilega tilbúnir til að selja samvisku sína og mannorð fyrir veraldleg auðæfi. Skyldi þessu fólki líða vel svona dags daglega ? 

Steinmar Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Í stjórn FL á þessum tíma var meðal annara Guðfinna Bjarnadóttir núverandi þingmaður. Þegar Jón Gerald Sullenberger kallaði hana fyrir dóm sem vitni mundi hún bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Síðan fór hún á þing og fór í fýlu á fyrstu viku af því að hún varð ekki ráðherra og hefur ekki sést síðan. Ég skal viðurkenna að ég var ánægður með að hún skildi ná kjöri og hélt að hún kæmi með nýtt blóð í stjórnmálin en...... Bara vonbrigði.

J. Trausti Magnússon, 9.11.2008 kl. 17:44

4 identicon

Skyldi Geir hafa vitað af þessu?

Kiddi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:47

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það kippir í kynið hjá stjórnvöldum líka er það ekki?  http://bjb.blog.is/blog/bjb/#entry-705206

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 20:24

6 identicon

Taktu eftir því sem þú sagðir í inganginum: Þig GRUNAÐI að ekki væri alt með felldu . Hver vegna grunaðir þig það? Hvað var það í fréttunum sem ekki var sagt? Þannig hefur fréttaumfjallanir, fréttarannsóknir, fréttamiðlanir os.frv. verið undanfarin ár. Allt látið danka. Hvað gerum við svo núna?N'UNA?

Þegar ýmislegt er komið upp á yfirborðið? Eykur það traust okkar til fjölmiðla? vað mig varðar NEI. því hvers vegna ætti það að koma upp á yfirborðið núna? Það er eitthvað meira en lítið gruggugt við þetta allt saman, ekki satt? 

Nína S (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband