Aumir útúrsnúningar hjá Hannesi

Mér finnst yfirlýsing Hannesar Smárasonar vera frekar furðulegt samansafn af aumum útúrsnúningum. Ef þetta er allt svona einn stór misskilningur, sem fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins, hvers vegna getur Hannes þá ekki bara gefið upp af hverju Ragnhildur Geirsdóttir hætti sem forstjóri FL Group eftir nokkurra mánaða starf og stjórnarmenn í fyrirtækinu, þ.á.m. Inga Jóna Þórðardóttir, forsætisráðherrafrú, gengu á dyr. Ef þetta er ekki ástæðan væri áhugavert að Hannes færi lið fyrir lið í gegnum það.

Vissulega er ömurlegt að fylgjast með því hvernig farið var með FL Group í stjórnartíð Hannesar en enn verra er að bjóða fólki upp á svona útúrsnúninga. En kannski er það skiljanlegt að halda eigi þessu showi áfram og halda að fólk taki þessar útskýringar trúanlegar. Mér fannst áhugavert að rifja upp Kastljósviðtalið við Hannes Smárason haustið 2005 í Sjónvarpinu í kvöld þar sem hann var spurður beint út í þessar ávirðingar. Þá neitaði hann. RÚV ætti að setja þetta viðtal í heild sinni á netið eða sýna valda kafli í Kastljósi.

Ég fæ ekki betur séð en það sé verðugt verkefni að fara yfir sögu þessa fyrirtækis og hvernig þar var unnið. Fjölmiðlar munu vonandi standa undir nafni í þeirri yfirferð.

mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=rxF3MdcxwgQ

Elín (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Bumba

Ótrúlegt. Með beztu kveðju.

Bumba, 10.11.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband