Skemmdarverk við Valhöll

Mér finnst það afar leitt að fara þurfi út í skemmdarverk við Valhöll, þrátt fyrir ólgustöðuna í samfélaginu. Ég held að ekkert mæli bót svona skemmdarverkum. Þó fólk hafi ólíkar skoðanir á stöðunni og sé reitt vegna þess hvernig komið er fyrir þjóðinni er þessi verknaður ómálefnalegur og lágkúrulegur.

Kannski er staðan þannig að fólki finnst það eðlilegt að skemma fyrir öðrum með þessum hætti. Ljótt er ef satt er. Hitt er svo aftur annað mál að í þessu árferði er örvænting fólks mikil og reiðin er ekki síður mikil. Reiðin getur oft verið erfið viðureignar ef ekki tekst að koma henni í annan farveg en þennan.

mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvor aðilinn hafa framið stærri skemmdarverk ? fólkið sem máluðu Valhöll eða ríkisstjórnin ?

Sævar Einarsson, 13.11.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það réttlætir ekkert skemmdarverk, hvar svo sem það er. Höfum það alveg á hreinu. Ég hefði skrifað alveg eins hefði þetta verið gert við Hallveigarstíg hjá Samfylkingunni. Mér finnst þetta lágkúrulegt og til skammar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.11.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er alveg sammála þér Stefán, þetta er lágkúrulegt og til skammar, en það á við báða aðilana.

Sævar Einarsson, 13.11.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Rýnir

Sælir,

smá samantekt.

Eftirtaldir fá reikninginn fyrir þessi skemmdarverk

Ef einhverjir skyldu ekki vita það, þá er mun meiri starfsemi í þessari byggingu og kostnaður við þrif af þessu tagi fellur meðal annars á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sem hefur þann starfa að þjónusta þá sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein. Eins undarlega og það kann að hljóma í eyrum einhverra, hefur slík heilbrigðisstarfssemi eflaust ekkert of mikið fjármagn til að standa í því að þrífa upp eftir aðra málningu, hvað þá skipamálningu.

Allir þessir munu að öllum líkindum fá reikninginn beint eða óbeint fyrir þessi skemmdarverk (vinsamlegast ath.: 2 síður).

Hvers vegna þurfa svona skemmdarverk að bitna á þeim sem síst skyldi? Maður spyr sig...

Rýnir, 13.11.2008 kl. 14:03

5 identicon

Hvað er sitthvor fótur? Vinstri? Hægri?

Spyr sá sem ekki veit (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband