Skrílslæti við lögreglustöðina - af hverju gríman?

Mér fannst mjög dapurlegt að sjá þessi skrílslæti við lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis. Eftir tiltölulega vel heppnuð mótmæli, mjög táknræn sérstaklega, var þetta mikið feilhögg og styrkir ekki málstaðinn. Sama fólk og stóð að málefnalegum mótmælum féll í þann pytt að mæta við lögreglustöðina og leiða mál þar áfram. Þetta var ekki málstað þeirra til framdráttar.

Ég hef enga skoðun á málefnum þessa manns sem sat inni. Þau mál verða bara að fara sína leið í kerfinu. En valdbeiting við lögreglustöðina er ekki góður eftirmáli á friðsömu mótmælin á Austurvelli og eru engum þeirra til sóma. Svo velti ég fyrir mér hvaða táknmynd þessi gríma eigi að vera.

Er það kannski svo að þeir sem standa að friðsamlegum mótmælum ætli að missa þetta í skrílslæti, þvert á eigin loforð og heitstrengingar?


mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán !

 Stundum er það þannig að nauðsyn brítur lög !

Er það þannig að allir stuðingsmenn sjálfstæðsiflokksins eru fæddir með ,,silfur skeið í munni" !

 Mundu bara eitt , það er þér að kenna sem manni sem kaust sjálfstæðisflokkinn að við eru í þeim sporum sem við erum í dag ! 

 Þú og sjálfstæðisflokkurinn eruð einu sögudölgurinn  ástandinu !!!

Gjaldþrot íslensku þjóðarinnar er þér að kenna og þínum félögum !

JR (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 03:18

2 identicon

Eg myndi nu fara mjog varlega i ad gagnrina tessi kjorkudu og reidu ungmenni.

Tad er enginn furda ad folkinu bloskri, tad er einn adeins madur handtekinn vegna efnahagshrunisns og tad er tessi ungi madur, fyrir mjog litlar eda engar sakir vil eg meina !

Afhverju hefur enginn i tessu tjodfelagi verid latinn saeta abyrgd a hruninu og mistokunum og adgerdarleysinu !

Tad var nefnilega rangur madur handtekinn og tad er tad sem folkid er reitt yfir. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:16

3 identicon

Sæll Stefán.

Ég er sammála þér varðandi þessi mótmæli við lögreglustöðina. Við sem förum á Asuturvöll til að vera með friðsamleg mótmæli, eigum ekki að falla í þá gryfju að dæma aðra að óathuguðu máli. Sé það rétt að þessi maður hafi verið auglýstur vegna vangoldinna sektar, á hann að taka út sína refsingu rétt eins og aðrir.

vigfus Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:05

4 identicon

Í fyrsta lagi þá á þessi klisja um að mótmæli sem ganga lengra en fólk á að venjast skemmi fyrir málsaðnum, ekki við nein rök að styðjast. Ekkert bendir til þess að fólk skipti um skoðun þótt aðrir mótmæli með aðferðum sem því hugnast ekki.

Í öðru lagi þá var það ekki fólkið sem stendur fyrir mótmælafundunum á Austurvelli sem braust inn í lögreglustöðina. Hvorki Hörður Torfason né nokkur annar getur tekið að sér að hafa hemil á hundruðum eða þúsundum fullorðins fólks. Hörðu Torfason ræður ekki yfir öðrum mótmælendum, þeir ráða sér sjálfir og mótmæla með hverri þeirri aðferð sem þeim bara sýnist, hvað sem mér, þér eða Herði Torfasyni kann að finnast um það.

Haukur útskýrir sjálfur tilganginn með því að hylja andlit sitt í fréttablaðinu í dag. Þetta er táknræn yfirlýsing um að hann vilji ekki verða andlit málstaðar eða aðgerða. Ég efast að vísu um að hugmyndin gangi upp. Fólk tengir yfirleitt hugmyndafræði og baráttumál við ákveðna einstaklinga, en þetta er semsagt hugsunin. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Mikið hefði verið gaman að lesa bloggið þitt meðan Franska byltingin reið yfir.

Jón Finnbogason, 23.11.2008 kl. 13:12

6 identicon

Já, mér brá við, síðustu orð Harðar Torfasonar um að nú ættu allir að fara uppá Hverfisgötu.

Hann var áður búinn að lýsa yfir vanþóknun á eggjakasti og sagði sig vera friðsamlegan mótmælanda.

Mótmæli er sjálfsagður réttur hvers einasta manns. En ekki að hvetja til skrílsláta eða ofbeldis.

Og svo hugnast mér ekki að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar til Alþingis, séu þátttakendur í mótmælum.

Þeir geta beitt sér á vettvangi sem almenningur getur ekki.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Það á auðvitað að ganga á eftir þessum mönnum sem brutu upp lögreglustöðina og ákæra. Það eru lög og reglur í þessu landi, þeir sem brjóta þær er refsað. Að fela sig bakvið múgæsingu og reiði almennings til að brjóta lög er hlægilegt.

Lögreglan á Íslandi á hrós skilið fyrir að halda aftur af sér.

Róbert Þórhallsson, 23.11.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það sem mér þykir verst er hvað Lögreglan á Íslandi er reiðubúin að láta niðurlægja sig mikið af yfirmönnum sínum. Það eru ekki mótmælendurnir sem eru að niðurlægja lögregluna og siga henni, jafnvel gegn þeirra eigin sannfæringu, gegn fólkinu í landinu sem er að krefjast réttar síns, á meðan óbreyttir lögreglumenn fara jafn illa útúr þessari kreppu og landar þeirra.

Hitt er svo annað mál að stundum þarf fólk að rísa upp og sýna fram á það að það verður ekki yfir það vaðið.

Aftur á móti eru aðrir sem eru svo undirgefnir í þrælsótta sínum við það að brjóta á bak lögbrot sem eru framin af valdsstjórninni að þeir eru vísir til þess að... klaga í valdsstjórnina.

Það hefur ekkert uppá sig að kæra dómsmálaráðuneytið og þær deildir sem undir það heyra nema fyrir erlendum dómstólum og ég efast um að HH hafi efni á því...

Mér þykir þetta smánarlegt harmakvein gegn mótmælum sem áttu fullan rétt á sér, þó máske megi bera rök fyrir því að langt hafi verið gengið, þá er alveg kominn tími til að þjóð okkar hætti að beygja sig og biðja um það ósmurt í endann af völdum yfirvaldsins. 

Vildir þú ekki að barist væri fyrir frelsun þinni ef brotið væri með jafn afgerandi og augljósum hætti gegn réttindum þínum sem Íslensks ríkisborgara af höndum valdsstjórnarinnar?

Gríman er reyndar mér ráðgáta víst að fullt nafn Hauks er þekkt, en það breytir því ekki að þessi mótmæli áttu rétt á sér. Það er líka stór munur á því að beyta ofbeldi gegn dauðum hlutum og því að slasa og meiða fólk og svipta það frelsi án afgerandi lagalegar heimildar.

Svo get ég líka sagt þér að ég var þarna og þetta var enganvegin eins gróft og fjölmiðlar vilja láta í veðri vaka, enda voru rólegri hliðar þessara mótmæla ekki fréttavænar.

Þetta er alltsaman hið versta mál, en næst þyrfti að 'frelsa' vissa höfðingja úr stjórnarráðinu.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.11.2008 kl. 14:46

9 identicon

Mér finnst það heldur ekki rétt af lögreglunni að ryðjast allt í einu út með gas og gasa fólk án þess að gefa frá sér viðvörun. Svo á að gefa þessu rafbyssur.. já nei takk. Þarna var fólk sem var með friðsöm mótmæli sem fékk gas í augun og var lagt inn á Slysó. Þó nokkrir séu með skrílslæti þá eru það ekki allir og óþarfi að draga alla í sama dilk.

Ólöf (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:58

10 identicon

Jú um að gera að hafa skrílslæti eins og efnahagurinn er orðinn. Sýna valdhöfum að almenningur hefur líka völd önnur en bara kosningarétt.

spritti (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:11

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin. Þar sem ég var ekki við tölvu frá því færslan var skrifuð og þar til rétt áðan hef ég ekki haft tíma til staðfestingar fyrr en nú. En það er gott að heyra í ykkur. Sum erum við sammála, önnur ekki. Þakka Evu fyrir hennar sjónarhorn og innlegg sérstaklega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2008 kl. 18:48

12 identicon

Eva.

Án nokkurs vafa, sagði Hörður Torfason, fólkinu að Hverfisgatan væri næsti viðkomustaður.

Og allflestir vitrust vita hver sat þar inni. en þar var ekki farið að lögum, með að birta Hauki að afplánum dómsins hæfist, 3 vikum fyrr.

Ólöf.Friðsöm voru mótmælin ekki, allavega ekki í fremstu ´öðum mótmælenda.

Og munið, lögreglan er að vinna vinnuna sína. Oftast eru þið fegin að hafa lögreglu. en þegar kemur að ykkar eigin skinni, þá eru þetta allt óþokkar og ættu að setja sig uppá móti skipunum yfirmanna sinna.

Hvað yrði gert á ykkar eigin vinnustað ef þið gerðuð ekki það sem ykkur er falið? Sagt upp. Eru ekki alveg nógu margir á atvinnuleysisskrá, þó ekki sé verið að mana heila stétt, til uppsagnar.

Bara vegna þess, að hún á að gæta laga og réttar?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:04

13 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já Gvendur, vissulega er það alvarlegt mál að ráðast inn á lögreglustöð, en það er alvarlegra mál að hneppa fólk í varðhald í heimildarleysi.

Hvað næst? Smala mótmælendum í strætó og senda þá í 'sturtu' þar sem þeir verða aldrei aftur til vandræða?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.11.2008 kl. 01:06

14 identicon

Og hvað með það þótt Hörður hafi hvatt fólk til að fara upp á Hverfisgötu? Átti hann að sjá það fyrir að fólkið yrði hundsað? Eða að þetta gengi svona langt? Hvað kemur það að maðurinn sé á móti eggjakasti þessu við? Var einhver búinn að tilkynna eggjakast?

 Hörður Torfason er ekki foringi mótmælenda í þessu landi. Fólk tekur ekki við neinum skipunum frá honum og þ.a.l. ber hann ekki neina ábyrgð á því hvaða mótmælaaðferðum aðrir beita. Enda er nú komið á daginn að Íslendingar eru ekkert öðruvísi innréttaðir en Danir, Hollendingar eða Frakkar, þegar fólk verður nógu reitt þá grípur það til róttækra aðgerða.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband