Davíð þarf að segja frá vitneskju sinni

Mér finnst mjög mikilvægt að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segi hvað hann viti sem við vitum ekki um af hverju íslenska þjóðin lenti á hryðjuverkalistanum margfræga frá Bretum. Efast ekki um að það komi fram fyrr en síðar. Eftir þessum upplýsingum verður kallað, enda mikilvægt að öll púslin í þessari heildarmynd komi fram.

Ég velti þó fyrir mér hvort Davíð hafi með yfirlýsingu sinni verið að tala til einhvers í gegnum myndavélarnar og hópinn á morgunverðarfundinum? Hvers þá? Einhvers af ráðherrum Samfylkingarinnar?

mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Undirritaður hjó eftir því í ræðu seðlabankastjóra að hann talaði á fundi Viðskiptaráðs um mikla lánafyrirgreiðslu, eitt þúsund milljarða, til eins viðskiptaaðila. Síðan þetta:

"Það er algerlega víst að ef erlendum viðskiptaaðilum bankanna hefði verið þessi staða ljós, hefðu öll viðskipti við bankakerfið þegar verið stöðvuð erlendis frá, og bankarnir hefðu í kjölfarið hrunið.“

Eitthvað er ég að misskilja atburði haustsins. Ég hélt einmitt að einmitt þetta hefði gerzt; erlendu bankarnir hættu að lána - það var ekki neitt EF í því máli. Eða missti ég af einhverju?

Flosi Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég botna ekkert í þessu öllu saman hjá kallinum.  Af hverju er hann að týna þetta svona upp?  Er í alvöru eitthvað á bak við þetta hjá honum?

Ég er farinn að vera sterklega fylgjandi þeirri hugmynd að hlusta bara ekkert á kallinn, en velta honum í staðinn upp úr tjöru og fiðri.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband