Rúnar Júlíusson látinn

Mér varđ illa brugđiđ snemma í morgun ţegar ég heyrđi ţćr fregnir ađ eilífđartöffarinn frá Keflavík, Rúnar Júlíusson, vćri látinn - hefđi lokiđ keppni á sviđinu viđ ađ kynna safnplötuna sína og jólaútgáfu Geimsteins. Rúnar hafđi stóran sess í íslenskri tónlistarsögu og var eiginlega táknmynd sjöunda áratugarins í íslenskri tónlistarmenningu í huga okkar allra. Hann var foringinn í íslensku bítlahljómsveitinni og fylgdi okkur allt á leiđarenda međ einlćgri tónlistarsköpun sinni og fékk heiđursverđlaunin á tónlistarverđlaununum fyrir tćpu ári fyrir ţađ merka ćvistarf.

Rúnar Júlíusson var eiginlega hr. Rokk í huga flestra landsmanna. Hann hefur veriđ samofinn íslenskri tónlistarsögu í yfir fjóra áratugi, eđa frá ţví ađ Hljómar byrjuđu sinn glćsilega feril. Lög eins og Heyrđu mig góđa, Fyrsti kossinn, Hamingjulagiđ, Tasko Tostada, Betri bílar - yngri konur, Sveitapiltsins draumur, Mýrdalssandur og ótalmörg fleiri hafa mótađ feril hans. Ég keypti í fyrradag safnplötuna hans og var ađ hlusta á hana í gćr. Ţetta er sannarlega merkt ćvistarf.

Rúnar hefur ekki ađeins veriđ tónlistarmađur, hann hefur veriđ útgefandi tónlistar og pródúsent og á farsćlan feril ađ baki. Ég vil votta fjölskyldu hans innilega samúđ mína. Blessuđ sé minning eilífđartöffarans frá Keflavík.

mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rúnar Júlísson var  í miklu uppáhaldi hjá mér,ţađ er sárt til ţess ađ vita ađ hann sé farinn . Ţađ eru mörg löginn sem hafa snert mann  , minningin lifir og tónarnir heirast um ókomna tíđ. Ég tek undir ţađ međ ţér, ég votta öllu hann fólki samúđ mína. Hann var töffari

Hildur Jóhannesd (IP-tala skráđ) 5.12.2008 kl. 11:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband