Siðlaus og ósmekkleg dánartilkynning


Ég held að það sé ekki hægt að vera ósmekklegri en standa fyrir þeim verknaði að senda inn dánartilkynningu í Morgunblaðið með mynd og nafni af lifandi manni og ætla að reyna að fá peninga út úr því. Sumir fara greinilega ótroðnar slóðir til að reyna að ná sér í pening. Þetta er líka skellur fyrir Morgunblaðið sem birtir þessar tilkynningar án þess að kynna sér auðvitað hvort viðkomandi einstaklingur sé látinn. Þó ætti það reyndar varla að þurfa, þar sem auglýsingin kostar rúmlega 10.000 krónur.

En þetta er lágkúra af verstu sort. Ekki hægt að segja annað.

mbl.is Auglýsti andlát samfanga síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála þér Stefán þetta er síðasta sort. Ætli hann eigi konu og börn og foreldra aumingja þau, mér dauðbrá þegar ég sá myndina og hugsaði ætli blessuð konan hafi ekki átt aðra mynd.Þetta er ljótt að gera.

Bögga (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:01

2 identicon

Þetta er bara eins og bankafólkið sem var að plata spariféeigendur til þess að leggja inn á reikninga í peningamarkaðssjóðum.

Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:18

3 identicon

Fréttablaðið, 04. feb. 2007 09:30

Get ekki hætt neyslu fyrir strákinn minn

Baldvin Nielsen segist hvorki geta hætt að taka inn eiturlyfin fyrir son sinn né lagað þau einkenni sem hann hafi verið greindur með á unga aldri. Hann er svartsýnn á framhaldið og telur íslensk félagsúrræði bregðast sjúku fólki.

„Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ekki get ég hætt að taka inn eiturlyfin fyrir hann. Ég get ekki lagað þau einkenni sem hann hefur verið greindur með og það er í raun ekkert nema slæmt framundan að öllu óbreyttu. Ef kerfið fer ekki að sýna þá ábyrgð sem það sýndi fram að 18 ára aldri þá held ég að það sé mjög stutt í að hann taki sitt eigið líf.

Þessi síðasta afbrotahrina hans er ekkert annað en kall á hjálp," segir Baldvin Nielsen, faðir Sigurbjörns Adams Baldvinssonar, 21 árs fíkniefnaneytanda, sem situr í síbrotagæslu á Akureyri vegna fjölda afbrota og fyrir að strjúka úr gæsluvarðhaldi. Hann á einnig yfir höfði sér dóm ásamt hópi annarra ungmenna vegna auðgunar- og fíkniefnabrota víðs vegar um landið.

Sigurbjörn var greindur með ofvirkni, athyglisbrest og dómgreindarskort þegar hann var sex ára. „Læknirinn sem við vorum með sagði það vera möguleika að gefa honum rítalín en það kom bara ekki til greina af minni hálfu. Það stóð ekkert annað til boða á Íslandi á þessum tíma."

Nokkrum árum síðar flutti Baldvin með Sigurbjörn og systkini hans til Danmerkur þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Þar var Sigurbjörn sendur í sérskóla og þannig kynntist fjölskyldan dönskum félagsúrræðum. „Það var skóli með um 25 nemendur sem allir áttu í erfiðleikum félagslega. Um fimmtán sérfræðingar unnu með nemendunum. Drengurinn var keyrður fram og til baka og komið í sveit síðdegis.

Síðan kom hann heim með rútu á kvöldin og danska ríkið borgaði allt saman. Þeir vildu setja hann í prógramm fram að 20 ára aldri og sögðu að annars gæti hann líklega orðið glæpamaður eða eitthvað viðlíka. Það hefur komið í ljós að það sem þeir sögðu í Danmörku hefur orðið að veruleika." Þegar Sigurbjörn flutti heim með börnin var Sigurbjörn samstundis settur á rítalín. Síðan þá hafa vandræði hans aukist jafnt og þétt.

Baldvin segir að það vanti úrræði fyrir fólk sem er orðið átján ára. „Þegar þeim aldri er náð þá er allt í einu ekkert í kerfinu sem tekur við. Meira að segja þegar viðkomandi er talinn í lífshættu líkt og ég tel son minn vera í dag, út af eiturlyfjaneyslunni, þá get ég ekkert gert. Ég get ekki einu sinni hringt á Vog og spurt hvort hann sé í meðferðinni sem hann segist vera í. Það kemur mér bara ekkert við. En kemur mér það ekki við þegar ég fæ senda dánartilkynninguna?"

Að sögn Baldvins hafa fíkniefnaneyslan og afbrotin gífurleg áhrif á helstu aðstandendur Sigurbjörns. „Móðir hans þurfti að skipta um íbúð nú um mánaðamótin út af öllu þessu veseni á Sigurbirni í haust. Lögreglan var alltaf að gera húsleitir heima hjá henni og leigjandinn uppi vildi bara losna við þau. Það er náttúrulega ekkert hægt að búa við þetta."

Baldvin telur að neyslusaga Sigurbjarnar hafi hafist þegar hann var settur á rítalín við komuna heim frá Danmörku. „Eftir á að hyggja held ég að rítalíngjöfin hafi meira verið til að skapa ró frá samfélaginu og gera hann hlutlausan í staðinn fyrir að hjálpa honum. En auðgunarbrotin byrjuðu þegar hann var sjö til átta ára. Hann stelur, það hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir hann að stela.

Það er dómgreindarskorturinn sem hann var greindur með. Hann framkvæmir, en hugsar síðan eftir á að hann sé í djúpum skít. Ég er búinn að hafa áhyggjur af honum síðan hann var lítill strákur. Og mér leið ágætlega þegar ég vissi af honum í síbrotagæslunni. Þá vissi ég að minnsta kosti hvar hann var."

Þetta útspil er kannski ávísun á að það verði sjálfsmorð á Litla-Hrauni á næstunni! Þetta er ekki útspil er ekki gert til að komast yfir peninga  ! 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband