Er eitthvað fyndið við dánartilkynningu?

Ég get ekki séð hvaða húmor eða gamansemi er í því að búa til dánartilkynningu um vini sína eða félaga, hvað þá einhverja sem maður þekkir ekki. Frekar er það dökkur húmor allavega. Myndi fólk almennt búa til svona og senda í blöðin nema fyrir því sé þá einhver tilgangur? Ég hallast að því. Þetta á auðvitað ekki að flokka sem grín, nema þá sem mjög sjúkt og ógeðslegt.

Kannski finnst einhverjum eðlilegt að grínast með dánartilkynningar og geta hugsað sér að setja upp í sorgarramma mynd og nafn einhvers en fara með það í blöðin er siðlaust. Hreint út sagt.

mbl.is Grín sem gekk of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Galgahúmor á Litlahrauni - annars tek ég heilshugar undir með þér ekki efni til að grínast með - aldrei

Jón Snæbjörnsson, 11.12.2008 kl. 18:23

2 identicon

Ansi bregðast menn hastarlega við gamansemi Hraunsaranna. Líf þessara manna fer eftir öðrum farvegum en gengur og gerist og það er skiljanlegt að kímnigáfa þeirra sé öðruvísi en almennt tíðkast. Játning: mér fannst þetta eiginlega svolítið skondið. Ef frægur listamaður hefði leikið þennan leik væri honum hampað ákaflega fyrir frumleika. B

Baldur Hermannsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:37

3 identicon

Svona "húmor" er vægast á gráu svæði, það verður að játast. En persónulega þá fannst mér verknaðurinn sjálfur ekki beint vera fyndinn, heldur frekar hversu vitlausir og örvæntingafullir sumir einstaklingar geta verið, það er það spaugilega í þessu máli að mínu mati.

Ingólfur (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:24

4 identicon

Hvaða hvaða ... fullt af fólki á Hrauninu sem hlógu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Orri Steinarsson

Stefán er bjartsýnn, jákvæður, kaldhæðinn en leiðinlegur, lit- og húmorslaus.
Þetta er drepfyndið Stefán, sérstaklega þar sem maðurinn er ekki dauður!
 Það er enginn tilgangur með húmor, annar en sá að drepa hversdagsleikann, sérstaklega þar sem maður er lokaður inni í fangelsi. Hvernig geturðu skilgreint svona bananahúmor sem gerist í einhverri dópveislu í Hrauninu sem siðleysi? Það er gott að þú skulir ekki kalla sjálfan þig víðsýnan Brekkusnigil, því þá værir þú siðlaus lygari.

Orri Steinarsson, 11.12.2008 kl. 20:47

6 identicon

Já Stefan auðvitað er svona siðlaust og ég get ekki orðið þér meira sammála. En það er dálítill sérstakur flötur á þessu máli. Í féttatíma hjá Rúv kl.18.00 í gær var það fullyrt að báðir aðilar hefðu staðið að auglýsingunni. Í Sjónvarpinu-Rúv kl.19.00 hafði sagan breyst í veigamiklum atriðum. Nú var komin vissa um að aðeins annar væri sekur. Þörf Sjónvarpsins til að nafngreina þennan unga ógæfumann hversu freklega hann gekk fram til  að svíkja út fé er athyglisverð ekki hvað síst þegar litið er til þess að í Sjónvarpsfréttunum hjá Rúv í kvöld var talað um starfsmann Landsbankans í æðri stöðu sem er grunaður um að hafa tekið sér fé um 100 milljónir en þá var full ástæða til að virða blaðamannaheiður að nafnbirting ætti sér ekki stað nema að borðleggjandi væri 2 ára fangelsi. Hér sannast sú speki sem Chaplin grínleikari og framleiðandi sagði einhverju sinni: ,,Ef þú drepur mann ert þú aumingi ef þú drepur milljón manns þá ert þú þjóðhetja.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Þeir þekkja mig ekki sem segja að ég sé húmorslaus. Ég hef ekki húmor fyrir falskri dánartilkynningu með kennitölu og reikningsnúmeri í. Finnst þetta fjarri því eitthvað gamanmál, þó kannski megi brosa út í annað í örskotsstund.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.12.2008 kl. 23:36

8 Smámynd: Sleggjan

Þú hefur greinilega ekki séð Friends þáttinn

Sleggjan, 12.12.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband